Það bezta - 15.01.1948, Side 28

Það bezta - 15.01.1948, Side 28
26 ÞAÐ BEZTA komast að raun um, að fleiri en það eitt er hraétt eða gráðugt eða ósannsögult. Einn tírninn á námskeðiinu ^ar helgaður „óþægindakennd- um okkar.“ Fyrst las kennarinn frásögu af hermanni, sem gerzt hafði liðhlaupi í Norður-Afríku vegna þess, að liræðsla greip liann. „Það er augljóst má!, að ótt- inn er óþægileg tilfinning", sagði kennarinn. „En getið þið nefnt nokkrar fleiri?“ Ekki stóð á börnunum að telja upp þ?ar kenndir, sem þeini fundust óþægilegar: hatur, reiði, gremju, öfund, afbrýðisemi, blygðun og margar fleiri. „Einu sinni irélt ég, að ég væri búin að týna einni af skóla- bókunum mínum,“ sagði Jó- hanna. „Ég þóttist alveg viss um, að þér munduð snupra niig hræðilega. Ég var svo hrædd, að mér kom ekki dúr á auga alla nóttina." „Og hvernig fór svo? Snupr- aði ég þig nokkuð?“ „Ónei, það kom nefnilega í Ijós, að ég hafði alls ekki týnt bókinni. Þessi ótti var því alveg óþar£ur.“ — Kennarinn losnaði liér alveg við það ómak að sann- Janúar færa krakkana um, að mest a£ því, sem'við óttumst kemur aldr- ei fram. Það leið ekki á löngu, þangað til börnin, sem mest voru feim- in, tóku að leysa frá skjóðunni. Bersýnilegtvar, að það létti fargi af öllum að fá tækifæri til að ræða hispurslaust urn leyndust'u kenndir sínar. Svo sýndi kennarinn þeim fram á, að allt þetta væru eðli- legar kenndir, sem enginn þyríti að blygðast sín fyrir eða óttast. Undir samræðunum vakti hann athvgli barnanna á því, að grein- armunur er á sannri og ímynd- aðri óttakennd, þeirri hræðslu, sem verndar okkur, og h-inri.i, sem einungis heftir okkur og hindrar. Frikki stóð upp og sagði: „Þcgar ég var smástrákur, þorði ég ekki að fara upp á loft.“ „Hvernig losnaðirðu við þann ótta?“ spurði kennarinn. „Ég hleypti einu sinn í mig kjarki og fór upp á loftið. Það voru engir draugar þar, og þá var ég ekki hræddur fram- ar.“ Loks tók kennarinn saman í stuttu máli það, sem þau höfðu talað um:„Við megum ekki vera

x

Það bezta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.