Það bezta - 15.01.1948, Page 31

Það bezta - 15.01.1948, Page 31
Kornmyllueigandinn, sem varð — Skæðasfi keppinaufur Hollywood Stytt úr The Minneapolis Sunday Tribune. - Allari A. Mchiel - Toseph Arthur Rank, hávax- " inn, hæglátur kornmyllueig- andi og hluthafi í kvikmynda- húsafélögum víðsvegar á Eng- landi, fór í fyrstu kynnisför til Hollywood strax eftir stríðslok- in. Kvikmyndaherrarnir, sem vissu mæta vel, að hann hafði drjúgan skerf af markaði þeirra erlendis í hendi sér,tóku þessum yfirlætislausa gesti með kostum og kynjum. Hann gekk á milli vinnustofanna og liorfði stórum undrunaraugum á það, sem fyrir hann bar. Hann sagði, að þetta væri eins og að' koma í „álfa- lieim.“ já, og hann bætti því við, að hann mundi hafa gaman af að reyna að búa til kvikmynd- ir sjálfur. Kvikmyndaframleið- endurnir brostu í laumi og drógu hann í dilk með þeim fjáðu aulabárðum, sem þessi lokkandi dýrð hafði átt af stað og kollsteypt. Nú er bros þeirra ekki alveg eins breitt. Kvikmyndir frá J. Arthur Rank eru farnar að flæða yfir Ameríku. Þær hafa hlotið verðlaun, og- hann er bú- inn að græða offjár á þeim. Að- eins leigutekjur lians af Henrik V. námu til dæmis einni millj. dollara á tæpu ári, og af Cœsari og Kleópölru yfir tveim millj. dollara á einu misseri. Tíu aðrar af k\ ikmyndum Ranks eru sýnd- ar við húsfylli hvarvetna og liafa fært heim sanninn um það, að Hollywood-myndirnar eru ekki einar þess megnugar að fylla kvikmyndahúsin. En sárlegast gremst Holly- wood-mönqum þó, hve Rank hefur rýrt amerískar myndir í áliti erlendis. Hollywood-mynd-

x

Það bezta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.