Það bezta - 15.01.1948, Page 35
1948 SKÆÐASTI KEPPINAUTUR HOLLYWOOD 33
mannsins, sem keypti gistihúsið,
þegar hann gat ekki fengið neitt
herbergið; hann ákvað að hefja
sjáifur rekstur kvikmyndahúsa.
Brezki kvikmyndaiðnaðurinn
gckk báglega, þegar J. Arthur
Rank hóf sókn sína. Árið 1935
lagði hann stóra fjárfúlgu í Gen-
eral Film Distributors. Á næsta
ári keypti hann fjórðung hluta-
bréfanna í Universal Pictures í
Bandaríkjunum. Með þessu
tryggði hann sér áhrifavald yfir
dreifingu Universal-myndanna
á amerískum markaði.
Hann hélt áfram á söinu
braut með því að tryggja sér á-
hrifavald yfir þremur stærstu
kvikmyndahúsafélögum Bret-
lands og gat þannig komið
myndum sínum að í meir en 680
kvikmyndahúsum, sem flest eru
meðal hinna mest sóttu. Því
næst tók liann til óspilltra mál-
anna við kvikmyndaframleiðsl-
una, og ekki leið á löngu, þar
til hann hafði tögl og hagldir í
meirihluta brezkra kvikmynda-
\ era og ágætasta kvikmyridafólk-
ið á sínum snærum. í stríðslokin
var hann búinn að leggja undir
sig 70% af brezka kvikmynda-
iðnaðinum. Þessi iðngrein, sem
áður var í 30. sæti á iðngreina-
lista Bretlands, stökk upp í 7.
sætið.
Með þessu fannst Rank þó
ekki nóg að gert. Hann vildi slá
smiðshöggið á það, sem hann
kallar sinn „vertical trust“, en i
því felst að hafa í hendi sér allt,
sem til kvikriiyndanna er notað,
frá því að fyrsta undirbúnings-
starf aðtöku hennar er hafið, unz
hún birtist fullsköpuð á hvíta
dúknum. í þessu skyni festi hann
kaup á nokkrum fyrirtækjum, er
framleiða tæki, sein notuð eru
við kvikmyndagerð, til dæmis
„linsu“-verksmiðju og tvær aðr-
ar, er smíða stóia í kvikmynda-
hús. Þá tryggði hann sér og áhrif
í félaginu Cinema Television
Company, er hefur það mark-
mið að sjónavarpa myndunum
beint til kvikmyndahúsanna og
spara með því útgjöldin við að
gera mörg eintök af hverri um
sig; einnig í viðtækjaverksmiðju
og stofnaði loks sjálfur fegurð-
arlyfjagerð, sem fullnægir þörf
allra leikara, sem eru í þjónustu
hans, að því leyti.
Á rneðan hann undirbjó sjálf-
ur viðskiptastríðið heima fjTÍr,
og kvikmyndaver hans unnu að
hinum viðhafnarmikiu og dýru
myndum, Henrik V., Cæsar og