Það bezta - 15.01.1948, Side 42
1 dýrheimum cr mikið „talað“ — og það er
óneitanlega lcerdómsrik skemmtun að gefa þvi gaum
Hvernig dýrin tala saman
Stytt úr Nature Magazine.
— Alan Devoe. —
T^g liafði legið í felnm bak við
runna góða stuncl og gefið
gætur að þremur ofurlitlum
yrðlingum, sem voru að leika sér
fyrir utan gi-enið, á rneðan móð-
ir þeirra leit eftir þeim ánægju-
Ie,g á svipinn frá varðauganu á
greninu. Allt í einu staulaðist
einn anginn af stað niður gras-
blettinn — og hann var þó sann-
arlega of lítill til þess að fara
einn síns liðs tit í heiminn. Tæf-
an reis á fætur, ,,benti“ með
hvössu trýninu beint á litla ó-
þekktarangann — og stóð alveg
hreyfingarlaus, án þess að í
fienni ærnti. Ég gat að minnsta
kosti ekki heyrt, að hún gæfi frá
sér neitt hljóð, en næstum í
sömu andrá hægði yrðnngurinn
á sér. Svo leit hann um öxl og
horfðist í augu við móður sína.
Hún horfði hvasst á hann. Og
eins og dreginn af ósýnilegri
taug sneri rebbi litli aftur heim
að greninu.
Allmörgum árum síðar rakst
ég á frásögn af nauðalíkum at-
burði, sem kunnur náttúrufræð-
ingur hafði verið sjónarvottur
að, og síðan hef ég margsinnis
dottið ofan á svipaðar frásagn-
ir í náttúrufræðiritum. En það
var endurminningin uni „hugs-
anaflutninginn“ fyTÍr utan gren-
ið, sem vakti fyrst áhuga minn
á nánari rannsókn hins sí-
skemmtilega og furðuvekjandi
viðfangsefnis — ,,tungumáli“
dýranna.
Einstaka dýr gefa hvert öðru
merki með nokkurs konar
morse-stafrófi. Ég hef „þjóf-
' hlustað“ á sarntal, sem fór fram