Það bezta - 15.01.1948, Page 57

Það bezta - 15.01.1948, Page 57
im IÍVERJUM KLUKKAN GLYMUR þekkingar þinnar og svo, með þetta í nasaholum þínum, gakktu til baka upp í borgina 9g þegar þú sérð úrgangsfötu að húsabaki með dauðum blóm- tun í dýfðu þá andliti þínu djúpt ofan í hana og andaðu að þér svo að sú lykt blandist vel við þær sem þú þegar hefur í nasagöngum þínum.“ „Nú hef ég gert það,“ sagði Robert Jordan. „Hvaða blóm voru það?" „Gullfíflar." „Áfram," sagðii Robert Jor- dan. „Ég finn lyktina." „Svo,“ hélt Pilar áfram, „— það er áríðandi að þetta sé á haustdegi með regni, eða að minnsta kosti dálítilli þoku, eða þá snemma vetrar — og nú. skyld- ir .þú ganga áfram gegnum borg- ina og niður Cafle de Salud lyktandi það sem þú munt lykta þar sem þeir eru ræstandi út casas dc putas, pútnahúsin, eftir nóttina og losandi úr skolpföt- unum í göturæsin og, með þenn- an eim af glataðri ástarorku blandað sætlega saman við sápu- vatn og vindlingaenda rétt að- eins snertandi nasaholur þínar, skyldirðu halda áfram til Jardin Botanico þar sem á nóttunni 55 þær stúlkur sem ekki lengur geta unnið á pútnahúsunum reka iðn sína upp við jámhlið lystigarðs- ins og járnrimla girðinganna og á gangstéttunum. Það er þar i skuggum trjánna upp við hancl- rið girðingarinnar sem þær eru reiðubúnar að gera allt sem karl- maður æskir af þeim; frá hinni einföldustu þjónustu fyrir tíu centimos þóknun upp til eins peseta fyrir hina miklu athöfn sem við öll erum borin til og þar, á sölnuðu blómbeði sem dauða grasið hefur enn ekki ver- ið hreinsað af, og sem þannig þénar til að mýkja jörðina sem er svo miklu mýkri en gangstétt- in, muntu finna yfirgefinn strigapoka gegnvættan dauni rakrar jarðarinnar, dauðra blóm- anna, og athafna undangenginn- ar nætur. í þennan poka mun vera samansafnaður efniskjarni þess alls, bæði hinnar dauðu jarðar og hinna dauðu stilka hiómannaog hinna rotnuðu hik- arblaða þeirra og hinnar miklu lyktar sem er bæði dauði og upphaf mannsins. Þú skalt vefja þessum poka utan um höfuð þér og reyna að anda í gegnum hann.“

x

Það bezta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.