Það bezta - 15.01.1948, Side 58

Það bezta - 15.01.1948, Side 58
56 ERNEST HEMINGWAY „Jú,“ sagði Pilai'. „Þii.skalt veíja þessum jx>ka utan um höf- uð þér og reyna að anda gegnum hann og þá, ef þú hefur ekki glatað neinum hiuta hinna und- angengnu lykta, jx'gar þú andar djúpt að þér, munt þú finna lykt hinnar aðkallandi feigðar eins og við þekkjum hana.“ „Gott og vel,“ sagði Robert Jordan. „Og þú segir að Kashk- in hafi lyktað af öllu þessu þeg- ar hann var hérna?“ ,Já-“ „Jæja,“ sagði Robert Jordan alvarlega. „Ef það er satt þá var það sannarlega vel farið að ég skaut hann.“ ,,Olé,“ sagði tatarinn. Hinir hlógu. „Mjög gott,“ sagði Primitivo og kinkaði kolli. „Þetta ætti að halda henni um stundar sakir.“ „En Pilar,“ sagði Fernando. „í sannleika getur þú ekki ætlað manni með menntun Don Ro- bertos að gera slíka hluti?“ „Nei,“ samsinnti Pilar. „Allt þetta er hinn æsilegasti- viðbjóður.“ „Já,“ samsinnti Pilar. „Berlega gætirðu aldrei vænzt þess að hann framkvæmdi þessa mannskemmandi verknaði?“ „Nei,“ sagði Pilar. „Farðu að sofa, gamli minn.“ „En, Pilai- — —“ hélt Fern- ando áfram. „Þegiðu," sagði Pilar við hann i snöggri reiði. „Gerðu þig ckki að fífli og ég skal reyna að hætta að gera sjálfa mig að fííli með 1 að tala við fólk sem ekkert skyn- bragð ber á það sem maður tal- ar um." „Ég játa, að mér er ómögulegt að skilja —“ byrjaði Fernando. „Játaðu ekkert og reyndu ekki að skilja neitt,“ sagði Pilar. „Snjóar hann ennþá úti?“ Robert Jordan gekk fram að hellismunnanum, lyfti ábreið- unni og leit út. Það var heið- skír og köld nótt úti, og snjó- koman var liætt. Hann leit inn. milli trjábolanna þar sem allt var hvítneskja og upp gegnum trén þar sem himininn var nii heiður og alstirndur. l.oftið streymdi inn í lungu lians biturt og kalt þegar hann andaði. „E1 Sordo skilur eftir sig nóg af slóðum, ef hann liefur stolið hestum í nótt,“ hugsaði hann. Hann lét ábreiðuna falla og kom til baka inn í reykstybbu hellisiirs. ,,Það er stytt upp,“ sagði hann. „Óveðrið er búið.“

x

Það bezta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.