Það bezta - 15.01.1948, Side 64

Það bezta - 15.01.1948, Side 64
62 ERNEST HEMJNGWAY Jarrúnr „Nei. Á eftir verðum við eins og eitt dýr skógarins og verðurn svo fast saman að hvorugt getur sagt að annað okkar sé annað og ekki hitt. Geturðu ekki fund- ið hjarta mitt vera hjarta þitt?“ „Jú. Það er enginn munur," „Finndu. Ég er þú og þú ert ég og allt af öðru er hitt. Og ég eiska þig; ó, ég elska þig svo. Erum við ekki í sannteika eitt? ■Gcturðu ekki fundið það?“ „Jú,“ sagði hann. „Það er satt.“ „Og finndu núna. Þú hefur ekkert hjarta nema mitt.“ „Né neina aðra fótleggi, né fætur, né neitt af líkamanum." „En það er dáíítill munur," sagði hún. „Ég vildi helzt áð við værum nákvæmíega eins.“ „Þú meinar það ekki.“ „Jú. Víst. Ég meina það. Það er hlutur sem ég varð að segja þér.'h' ' **•' ■■ ■ tt. t. .., . , „'Þú nieinar það ekki,“ ,,7 „Nei, kannski ekki,“ sagði hún talandi lágt með varirnar upp við 5x3 hans. „En mig Iangaði að segja það. Fyrst það er mismun- ur þá er ég glirð að þú ert Ro- v berto og ég María. En ef þú skyldir nokkurn tíma óska að skipta, þá mundi ég verða giöð að skipta. Ég vildi vera þú af því ég elska þig svo.“ „Ég óska ekki að skipta. Það er betra að vera eitt og að hvort eittið sé samt sitt eigið eitt.“ „En við skulum vera eitt nú og það mun aldrei verða neitt sérstakt eitt.“ Svo sagði hún: „Ég skal vera þú þegar þú ert ekki hér. Ó, ég elska þig svo og ég verð að annast þig svo vel.“ „María.“ „Já.“ „María.“ „Já.“ „María.“ „Ó, já. Já.“ „Er þér ekki kalt?“ „Ó, nei. Dragðu svefnpokann yfir herðarnar á þér.“ „María." „Ég get ekki talað.“ •„Ó, María. María. María.“ - Svo á eftir, .fast saman, með kulda næturinnar úti fyrir, í langri hlýju svefnpokans, höfuð hennar snertandi kinn hans, lá hún hreyfingarlaus og sæl upp við hann, og svo sagði hún lágt; „Og þú?“ „Como iu“ sagði hann. „Já,“ sagði hún. „En það var ekki eins og í dag.“

x

Það bezta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.