Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 12

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 12
Kolumbus kemur í höfn eftir Ilia Ilf og Eugene Petrov „Land, ég sé land,“ var hrópað glaðlega úr siglutoppinum. Hin erfiða ferð Kristófers Kolumbusar með öll- um kvíða sínum og eftirvæntingu var nú loks á enda. Það var land fyrir stafni. Kolumbus var skjálfhentur, er hann tók upp kíkinn sinn. Ég sé geysimikinn fjallgarð," sagði hann við stýrimenn- ina. „En skrítið er það, að hann er með glugg- opum. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég hef séð fjöll með gluggum í.“ „Bátur með innfæddum,“ kallaði einhver. Landkönnuðurnir veifuðu fjaðurhöttunum og þustu út að borðstokknum. Síðkápurnar drógust eftir þiljunum. Tveir innfæddir menn klæddir undarlegum, grænum búningi voru í bátnum. Þeir renndu upp að skipshliðinni og réttu Kolumbusi þegj- andi stóra pappírsörk. „Ég vil uppgötva land yðar,“ sagði Kolumbus stoltur í bragði. „Og í nafni ísabellu drottningar á Spáni lýsi ég því yfir, að lönd þessi heyra und- ir ...“ „Hvaða þrugl er þetta. Fyllið fyrst út þessa skýrslu," sagði innborni maðurinn þreytulega. Skráið fornafn yðar og eftirnafn, skýrið frá þjóð- erni yðar og hvort þér eruð giftur, hvort þér hafið „trakóm", eða hvort þér eruð með launráð um að steypa af stóli amerískum stjórnarvöldum, líka hvort þér eruð fáviti.“ Kolumbus greip til sverðs síns, en með því að hann var enginn fáviti, stillti hann sig óðar. „Við megum ekki æsa upp hina innfæddu," sagði liann við stýrimenn sína. „Frumstæðir menn eru eins og börn. Stundum hafa þeir hina undar- legustu siði. Ég þekki það af eigin raun.“ „Hafið þér farmiða fyrir heimferðinni og fimm hundruð dollara,“ hélt sá innfæddi áfram. „Hvað er dollari," spurði hinn mikli sægarpur og var í vandræðum. „Þér hafið sett í skýrsluna, að þér séuð ekki fáviti, og þó vitið þér ekki, hvað dollari er. Hvað ætlizt þér fyrir hér?“ „Ég vil uppgötva Ameríku.“ „Þurfið þér á einhverri auglýsingu að halda?“ „Auglýsingu! Ég lief aldrei heyrt það orð fyrr.“ Innborni maðurinn virti Kolumbus fyrir sér frá hvirfli til ilja — mjög rólega. Að lokum sagði hann: „Þér vitið ekki, hvað auglýsing er?“ „Ne-ei.“ „Og þér ætlið að uppgötva Ameríku?" Ekki vildi ég vera í yðar sporum, hvað sem í boði væri, hr. Kolumbus.“ „Jæja,“ þér haldið, að ég geti ekki uppgötvað þetta auðuga og frjósama land?“ spurði Genúa- búinn og hrukkaði ennið. En sá innborni var þegar snúinn á burt og muldraði fyrir munni sér: „Engin velgengni án auglýsinga." Skipið var nú að komast í höfn. Haust er mjög fagurt á þessum slóðum. Sólin skein og máf- arnir hnituðu hringa yfir skipsskutnum. Kolum- bus komst mjög við, er hann sté fæti á hið nýja land. Hann hafði dálítinn pakka með perlum í annarri hendi, en í hinni stóran, spænskan fána. Perlunum ætlaði hann að skipta fyrir gull og fíla- bein. Hann litaðist um, en sá hvergi neinn jarð- veg, gras eða tré, svo sem hann hafði vanizt í hinni gömlu og friðsælu Evrópu. Hér var ekkert nema grjót, malbik, sement og stál. Ógnarfjöldi innborinna manna þusti fram hjá honum. Þeir voru með blýanta á lofti, vasabækur og myndavélar. Þeir hnöppuðust í kringum fræg- an hnefaleikamann, sem var að stíga á land úr skipi þar rétt hjá. Þetta var herra með eyru sem blómkál og geysidigran svíra. Enginn veitti Kol- umbusi minnstu athygli. Tvær innbornar kvens- ur, málaðar í framan, komu áleiðis til hans. „Hvaða skrítni náungi er þetta með flaggið?" spurði önnur. „Það er sennilega auglýsing fyrir einhvert spænskt veitingahús," svaraði hin. Svo hröðuðu þær sér fram hjá til þess að góna á fræga manninn með blómkálseyrun. Kolumbusi tókst ekki að festa fánastöngina í amerískri jörð. Til þess hefði hann þurft þrýsti- loftsbor. Hann pjakkaði í gangstéttina með sverð- VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 6

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.