Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 13

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 13
inu sínu, unz það brotnaði — og varð svo að ganga um strætin með þetta þunga, gullbaldýraða flagg. Til allrar hamingju þurfti hann ekki að burðast með perlurnar. Þær höfðu verið gerðar upptækar við tollskoðunina, af því að tollur hafði ekki verið greiddur af þeim. Hundruð þúsunda hinna innbornu þustu áfram sitt á hvað — allir niðursokknir í eigin mál~ efni. Þeir stungu sér í jörð niður, átu, drukku og ráku viðskipti, án þess að hafa hugmynd um, að þeir höfðu verið uppgötvaðir. Kolumbus hugsaði með sér með beiskju. ,,Loks- ins er ég kominn hingað, búinn að skrapa saman fé til ferðarinnar og sigla yfir stormúfið úthafið og hætta lífi mínu. Og enginn veitir mér svo minnstu athygli." Hann gekk að innbornum mánni, góðlegum á svip og sagði hreyknislega. „Ég er Kristófer Kolumbus." „Hvað eruð þér að segja?“ „Kristófer Kolumbus.“ „Stafið það,“ sagði innborni maðurinn óþol- inmóðlega. Kolumbus stafaði nafnið. „Mér finnst ég hálf kannast við það,“ sagði sá innborni. „Verzlið þér með ritvélar?“ „Ég uppgötvaði Ameríku," sagði Kolumbus hægt. „Nú eruð þér að gera að gamni yðar. Hvenær gerðist það?“ „Rétt núna, svona fyrir fimm mínútum." „Jæja, það er skemmtilegt. Og hvað er það svo eiginlega, nánar tiltekið, sem þér viljið, hr. Kol- umbus?“ „Mér virðist,“ sagði hinn mikli sægarpur hóg- værlega, „að afrek mitt veiti mér tilkall til nokk- urrar frægðar." „En tóku nokkrir á móti yður við höfnina?" „Engin lifandi sál. Hinir innbornu höfðu enga hugmynd um, að ég ætlaði að uppgötva þá.“ „Þér hefðuð átt að síma. Hvernio; er hægt að fara svona að? Þegar þér ætlið að uppgötva nýtt land, verðið þér fyrst að senda símskeyti — til- reiða nokkrar skemmtilegar sögur handa frétta- mönnunum — og hafa til reiðu svona hundrað Ijósmyndir af yður. Annars verður allt árangurs- laust. Það, sem þér þurfið, er auglýsing.“ „Auglýsing! Þetta er í annað skipti, sem ég heyri þetta undarlega orð. Hvað merkir það eig- inlega. Er það trúarleg helgiathöfn eða einhvers konar heiðin fórnfæring?“ Hinn innborni horfði á útlendinginn með meðaumkun. HALLDÓRA B. BJÖRNSSON: Hetjusaga I œsku minni ungan mann ég þekkti, œskumaður sá um afrek sín oss sagði, er enginn hnekkti og sýndíst stærri þá. Og gapandi við öll af undrun stóðum. Sá œtti að verða um flest ágœtur með öllum heimsins þjóðum, okkar þjóð þó mest. Spurnir síðan hefi ég haft af kalli, sem hlœgir sérhvern mann, blótar í laumi gamalt goð á stalli, goðið er sjálfur hann. V__________________________________________/ „Engan barnaskap,“ sagði hann. „Auglýsing er auglýsing, hr. Kolumbus. Ég skal reyna að hjálpa yður. Ég kenni í brjósti um yður.“ Hann fór með Kolumbus á hótel og útvegaði honum þar herbergi á 35. hæð, skildi hann svo einan eftir og sagðist ætla athuga, hvað hann gæti gert fyrir hann. Hálfri stundu síðar opnuðust dyrnar á ný, og innborni maðurinn hjálpfúsi kom inn og tveir aðrir með honum. Annar þeirra var alltaf að tyggja eitthvað í ákafa. Hinn tók upp þrífættan stól með áfestri myndavél og sagði: „Nú skuluð þér brosa. Hlæið nú! Skiljið þér það ekki? Jæja þá, gerið eins og ég, — ha, ha, ha. Myndatökumaðurinn lét skína í tennurnar — lít- ið brosleitur — og hneggjaði. Kolumbus missti nú stjórn á sér og hló vitfirr- ingslega. Það brá fyrir leiftri og small í mynda- vélinni, og myndatökumaðurinn sagði „þökk fyr- ir.“ Nú tók hinn innborni maðurinn Kolumbus til bæna. Hann var ennþá að tyggja, en tók nú fram blýant og sagði: „Þér heitið?“ „Kolumbus." „Stafið það.“ „K-o-l-u-m-b-u-s.“ „Ágætt. Það er áríðandi að Framh. á hls. 45 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 7

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.