Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 20

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 20
BJÖRN SIGFÚSSON : Þegar Stefán G. orti Heimleiðis Hugvekjur Klettafjallaskáldsins til landa sinna verða nýjar hverri kynslóð, þótt hin næstliðna haldi þær gamlar. Söguskilningur þessa sjálfmenntaða marxista var svo gerhugull og bersögull. Það er aldrei ónýtt að blaða í bókunum hans og vita, hvað maður dettur ofan á. Ég ætla að fletta kverinu Heimleið- is, sem mér var gefið um fermingu, nýtt. Árið 1917 kom Stefán heim í boði ungmenna- félaganna og var fagnað um allt land. Eftir ferð- ina birti hann kvæðakver, sem heitir Heimleiðis. Það var en’durprentað í 5. bindi Andvaka 1923. Á meðan styrjöld stóð, 1914—18, var Stefán í andstöðu við flesta Vestur-íslendinga út af vilj- ugri þátttöku þeirra í stríðsrekstri og herþjón- ustu. Miklu fleiri ádeiluefni hafði hann þá í kvæðum sínum. Kveðjur, fremst í ritinu Heim- leiðis, eru hinn þynngsti áfellisdómur um landið, þar sem hann var orðinn þegn: Þeir ærðu þig og særðu þig með skjall og brosin blíð, þeir blinduðu og tældu þig að kveða þér sjálfri níð. Þeir stálu þínu brúðarskarti á þinni þroskatíð, þokkanum og sakleysi: þú varst svo ung og fríð . . Þeir leiddu þig og neyddu þig að bera út börnin þín, bentu á það sem höfðingssið og Drottins lög og sín, unz ásökun og kjökurrödd úr hverju holti hrín heim að þínurn rekkjustokk, er austanmáninn skín. Brosir þú í yfirlæti, í ógæfuna sezt; orðin sértu kóngsdóttir og systra þinna mest. — Gestsaugað í útlaganum glöggvar þetta bezt, guggnar hann að skilja við þig, þegar horfir verst. Það er auðvaldsþróun með barnaútburði og ný hernaðarstefna, sem Stefán deilir á vestra. Það hafði hann fyrr gert að vísu, en í þessari kveðju er hann óvenju sáryrtur. Hann segir, að Ameríka hafði verið fegursta brúður hins frjálsa mannsanda. En Jreir auðs- hyggjumenn, sem skáldið hatar, stálu sakleysi hennar og þokka, neyddu hana til glæpa og kenndu henni um leið að þykjast meiri en aðrar álfur, systur hennar. Engir hér heima gáfu þessu Ijóði gaum, þegar Heimleiðis birtist, nema þá til að sjá með ánægju, að Stefán þakkaði það íslenzku gestsauga sínu, útlegðarauganu, að hann kom auga á meinin. Því lengra sem íslandi miðar í átt til Ameríku, því áleitnara verður þetta kvæði við okkur hér heima. Og hvernig hefði Stefán kveðið, hefði hann stigið hér á land 1950? í slíkum anda hafði hann fyrr gert Vöggu- kvœðið, þar sem Fjallkonan svæfir og deyðir skáldeðli barns með því að segja satt frá íslenzk- um smásálarskap (Það var fæddur krakki í koti / kúrði sig í vögguskoti.). Engan má það blekkja um undansláft né deyfð í öldnuskapi, þótt Stefán gerði hlé á deilukvæð- um, er hingað kom. Hann afsakar með þessu: Kom þú blessað, óskaland og lýður ljóða minna, hvernig sem þú ert. Ljóð hans verða þá að glettnum leik, jafnt þó að honum sé undir niðri rammasta alvara, sem var í sjálfstæðisbaráttunni og lágstéttarbaráttu. í viðtali við bernskuhéraðið, Skagafjörð, fléttast þættirnir tveir, uppreisn lands og smælingjans: Ha, hæ! Yfir gullunum grátið, við getum sem börnin, við höfum ei elzt, við fjörður minn. Lágt um oss látið sem landstólpa verði. Við kysum oss helzt að hljápast að heygja hann Svaða ^ í holunni þeirri, sem öðrum hann tók, til Herraþings okkur að hraða og hrista þar skjöld vorn af Álfi frá Krók. (Álfur var sendimaður konungs til að ræna ís- lendinga í'étti, en Svaði var stórbóndi, sem hugð- ist létta hallæri með því að taka af lífi fjölda fátækra rnanna og hafði grafið þeim gröfina, en var í staðinn grafinn þar sjálfur.) í bjartsýni sinni 14 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.