Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 28

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 28
Vetrarmynd fré Siglufirði Ekkert svar Magnús Kjartansson alþingismaður bar fram á Alþingi 6. des. s.l. eftirfarandi fyrir- spurnir til fjármálaráðherrans, Björns Ólafs- sonar, varðandi flugvallarsamninginn og framkvæmd hans. En ráðherrann kvaðst ekki mundu svara þeim sakir þess að svör- in myndu notuð til ófrægingar hinum er- lenda samningsaðilja, þ. e. Bandaríkjanna: 1. Hversu margir menn starfa nú á Kefla- víkurflugvelli? Hversu margir þeirra eru Islendingar og hversu margir útlendingar? 2. Hversu margir íslendingar vinna tækni- leg störf á vellinum, og hver eru þau störf ? 3. Hversu margar íbúðir hafa verið byggð- ar á vellinum síðan Keflavíkursamningurinn var gerður? 4. Hverjar aðrar byggingar hafa verið reistar, og hver er stærð þeirra? 5. Hverjar hafa verið helztar atvinnu- framkvæmdir aðrar á Keflavíkurflugvelli? 6. Hversu miklu hefur innffutningur til Keflavíkurflugvallarins numið að magni og verðmæti síðan flugvallarsamningurinn við Bandaríkin var gerður? 7. Hversu miklar hafa verið tolltekjur rík- issjóðs af þessum innflutningi ? 8. Hversu mikið hefur verið flutt inn til vallarins á þessu tímabili af tóbaki, áfengi og áfengu öli? 9. Hversu mikið fé hafa hinir erlendu starfsmenn og fyrirtæki á Keflavíkurflug- velli greitt í tekjuskatta hér innanlands á þessu tímabili? 10. Hversu mikið fé hafa aðilar greitt í útsvör til sveitarfélaga? 11. Hversu miklar gjaldeyristekjur hafa bankarnir haft af Keflavíkurflugvelli á þessu tímabili, og hvernig sundurliðast þær tekjur? 12. Hversu mikill hluti af umferðinni um völlinn stafar af samgöngum bandaríska hersins við hernámssvæði sitt á Þýzkalandi? 22 13. Hverjar ráðstafanir hefur ríkisstjórnin gert til að undirbúa, að íslendingar taki sjálfir við allri starfrækslu á vellinum 1953?“ Vankantar og baksamningar Það var þegar á almanna vitorði áður en núgildandi togarasamningar gengu undir próf reynslunnar, að á þeim voru miklir vankantar sjómönnum í óhag. •— Það hefur þegar komið í ljós, að vankantarnir, sem kunnir voru, hafa verið áréttaðir af hálfu þeirra sæmundanna í S. R. með baksamn- ingum, er gert hafa illt verra. Þann 10. des s.l. kom togarinn Fylkir í höfn eftir viku útivist með 80 tonn af fiski, sem landað var í Reykjavík. Sjómenn höfðu unnið 16 klst. á sólarhring í þessum túr, en samningar höfðu verið túlkaðir þannig, er gengið var til atkvæða um þá, að 12 stunda hvíldin gilti á öllum veiðum, þegar landað væri í heimahöfn. Ut úr þessu hafa útgerð- armenn snúið sig í krafti einskonar bak- samnings milli stjórnar Sjómannafél. Rvík- ur og F. í. B., með því að greiða sjómönn- um kr. 30.00 (án vísitölu) fyrir hverja fjóra tíma á sólarhring sem rænt hefur verið af hvíldartíma þeirra í umræddum túr. — Fer hér á eftir ein af þeim yfirlýsingum, sem stjórn S. R. og F. í. B. undirrituðu á bak við sjómennina, yfirlýsing sem er sameigin- legur skilningur þeirra aðilja á því hvernig framkvæma skuli vissan hluta samningsins: „Nú hefur skip veriS á veiðum og hásetar unnið samkvœmt reglum um hvíldartíma á ísfiskveiðum fyrir erlendan rnarkað, en landar þó afla sínum í innlendri höfn og skal þá vera vítalaust, ef það er gert vegna bilunar í vél eða á skipi, slysa, markaðs- hruns, aflabrests eða af öðrum sambœrileg- um ástœðumf!) Komi hinsvegar í Ijós við ath. félagsstjórnanná að slíkar ástœður hafi ekki verið fyrir hendi, skal útgerðarmaður greiða hverjum einstökum háseta kr. 30.00 án verðlagsuppbótarf!) fyrir hvern fullan sólarhring, sem unnið var eftir reglum um vinnutíma á ísfiskveiðum fyrir erlendan markað.“ Atvinnurekendur og þjónar þeirra í stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna 13 des. s.l. var aðalfundur í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Óþarft var að búast við góðu í sambandi við stjórnar- kjör í þessari stofnun eftir úrslit kosning- anna á sambandsþing s.l. haust. Þó vakti það furðu margra, hversu leynt og opinskátt var gengið af hálfu forystumanna meirihlut- ans í því að tryggja atvinnurekendum yfir- tökin í stjórn fulltrúaráðsins. Kosningu hlutu: Sæmundur Ólafsson, kexverksmiðju- stjóri, formaður, Friðleifur Friðriksson, Ól- afur Pálsson, Erlendur Pálsson og Kristín Ólafsdóttir. í stjórn Fulltrúaráðsins voru áður: Egg- ert Þorbjarnarson, Eðvarð Sigurðsson, Þur- íður Friðriksdóttir, Valdiriiar Leonharðsson og Helgi Þorkelsson. Hengifoss í Fljótsdal VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.