Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 31
Málverka-
safn
Kjarvals
Nýlega er komið út á vegum bókaútgáfunnar
Helgafell málverkasafn Jóhannesar Kjarvals og
hefur Halldór Kiljan Laxness skrifað inngangs-
orð fyrir bókinni. Ekki jnarf að fjölyrða nm, að
bók þessi er ein hin glæsilegasta er sést iiefur að
öllum frágangi og útliti, — og listamanninn Kjar-
val jaekkir öll þjóðin. — Hér skulu þó tilfærð
nokkur unnnæli H. K. Laxness nm þennan stór-
brotna og sérkennilega listamann:
„Kjarval tekur uppá því að fara svo nærri fjöll-
unum að þau hætta að vera blá. Mynd hans af
landslagi er ekki leingur mynd af fjarlægð, land-
ið er horfið en eftir er dálítið horn af náttúrunni,
nærmynd af jörðinni gerð í margslúngnu litrófi,
l)rekka, gil, mosaþemba,
hraunkúpa, klettur, lióll eða
steinn, ein lýngkló. Litir
hans eru af ætterni molltóna,
margsamkembdir og oft með
dimmri hneigð, ólíkir hinu
skæra litrófi nútímalistar
einsog ltún viðgeingst suðn'
heimi, en þeim mun líkari
því yfirbragði sem Island
sjálft getur haft heilu árin á
enda. Þeim sem vanastir eru
að rýna í stóra fleti ýmsrar
nútímalistar, einfalda og ein-
lita, getur virst málverk eftir
Kjarval grátt og þúngt í
fyrstu, en við nánari athug-
un kemur í ljós að það býr
yfir leikandi litaauði niðrí
rótinni ef svo mætti segja,
ekki síður en íslenzka holtið
þó í dumbúngi sé; pentskúf-
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
urinn leynir á sér í jiessu málverki, smáatriðin
eru gerð af fimleik og natni, stnndnm eins og
undir áhrifum af smágerðum útsaumi, stundum
af pointillisma. . .. Einsog fleiri miklir tímamóta-
málarar heimslistarinnar heyir Kjarval látlaust
stríð um afstöðuna til viðfangsefnisins, hvað er
rétt, leyfilegt eða jafnvel gerlegt í mynd; og auð-
vitað líka, livað álirifavænlegt; það er gaman að
sjá hve margvíslegar aðferðir hann reynir til að
gæða yrkisefnið lífi.“
Andlitsmyndirnar hér að ofan eru frá 1929. Neðri myndina
hallar Kjarval Fjarðarmynni. Myndin á hinni siðunni heitir
Samtíðarmenn.