Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 42

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 42
W I L L C U P P Y : Stutt ágrip af mannfræði (Fyrir lieldri manna hörn) Javamaðurinn Javamaðurinn lifði á Java fyrir fimm hundruð þúsund eða einni milljón eða tveim milljónum ára og var lægri í loftinu en við erum. Hann var frá eldra Pleistocene eða eldra Kvartertímabilinu og kiðfættur í þokkabót. Hann var kallaður Pithecanthropus (Apamaður) erectus (hinn upp- rétti), af því að liann gekk hálfboginn. Hann var samsettur af efri hluta af höfuðkúpu, þremur tönnum og lærlegg. Prófessor Dubois setti á hann andlit, sem sannaði að hann var dolichocephaliskur, þ. e. a. s. langhöfði, í staðinn fyrir að vera brachycephaliskur, þ. e. a. s. þver- haus, sem og að hann var 5 fet og 6 þumlungar á hæð. Javamaðurinn hafði geysilegar beinfelling- ingar þvert yfir kúpuna og var með sjálfum sér á Java-maðurinn stundum. Það gæti kannske minnt ykkur á ein- hvern. Ekki hafði hann hátt enni, en hann gat sagt, að nú væri tekið að kvölda, að tímarnir væru erfiðir og að liann hefði óþægindi í fótun- um — sennilega sárfættur. Andlegt líf Javamanns- ins var fátæklegt því að hann var bara byrjandi. Hann var hreinn og barnslegur í lund og gerði sig fullkomlega ánægðan með sitt fleirmenni, fleirkvæni, andatrú, áralækningar, djöfladans, særingar og tótemisma. Að hann skyldi deyja út er ntér hulin ráðgáta. Pekingmaðurinn Pekingmaðurinn sýnir, að í Asíu bjó fólk fyrir ævalöngu, eins og flest okkar vissu raunar þegar. Hann fannst nálægt Peking eða Peiping og var kallaður Sinanthropus pekinensis til að koma í veg íyrir frekari misskilning. Sin* þýðir Kína, þótt Kínverjar séu raunar ekkert verri en aðrir útlendingar. Heilinn sýnir að höfuðkúpan var í lagi. Heilabúið var í hinu allra bezta ástandi og ber það vott um, að Pekingmaðurinn passaði bet- ur upp á hausinn á sér en margir okkar hinna. Hann var ofurlítið byrjaður að hugsa eða hvað það nú er, sem Kínverjar nota til að drepa tím- ann. Hinir láréttu, hægri heilafléttingar sýna að hairn hefur haft greinilega tilhneigingu til að fara öfugt að öllu. Pekingmaðurinn er inndæll af því að hann iét ekki eftir sig neina menningu. Hann vissi ekkert um Sung-ættina, Ching-ættina eða Ming-ættina og reit engin kvæði um það, að hann hefði álpazt útí bát undir áhrifum áfengis og dottið útbyrðis. Hann hafði engan útflutning og innflutning, en hann hafði jurtalíf og dýra. Ekki er vitað hvort hann var trúhneigður eða kvensamur — nema hvorttveggja hafi verið. PiltdownmaSurinn Piltdownmaðurinn fannst í Englandi og kom að góðu liði því að hann lét eftir sig klunnaleg verkfæri úr tinnu. Voru þau notuð til að búa til * Synd á ensku. 36 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.