Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 43
Piltdown-maðurinn
meira af enn klunnalegri verkfæruin úr tinnu.
Piltdownmaðurinn hafði lítið að gera. Höfuð-
kúpa hans er í smápörtum, sem setjá má saman á
ýmsa vegu. Kallast það Dómínó. Piltdownmaður-
inn hafði sinaskeiðabólgu, sinadrátt og kirtla á
bak við lungun. Svo virðist, að hann hafi vel
kunnað að stilla skap sitt, en að lítið hafi verið til
að stilla. Það kann að virðast lýgilegt, að hann
liafi liaft nokkurt prívatlíf, en það er nú einmitt
það sem þess háttar fólk hefur. Börnin drógu dám
af foreldrum sínum. Mannfræðingar halda því
fram, að Piltdownmaðurinn hafi verið iieimskari
en nokkur núlifandi persóna. Það er stórt orð,
Hákot. Mannfræðingar eru menn sem lifa á söfn-
um. Þeir lifa kyrrlátu og útsláttarlausu lífi. Forn-
Irar létu eftir sig fáar hauskúpur. Forn-Skotar
engar.
NútímamaSurinn
Nútímamaðurinn eða Kleppsmaðurinn öðru
nafni, er æðstur allra spendýra af því að það er
auðséð. Til eru rúmlega tvö þúsund milljónir
Nútímamanna, þ. e. a. s. of margir. Hinn feyki-
lega þroskaði heili Nútímamannsins hefur gert
úr honum það sem hann er, og þið vitið hvað það
er. Heilaþroski hans kemur af því að hann er
uppréttur og tvífættur eins og Pingvían, Dínósár-
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
inn o2- fleiri útdauð skriðkvikindi. Nútímamað-
O
urinn liefur verið kallaður Hið Talandi dýr, af
því að hann talar meir en hverjar aðrar þrjár
skepnur sem vera skal til samans. Flann hefur
einnig verið kallaður Hin Skynsemi Gædda Vera,
en trúað gæti ég, að þar lægi fiskur undir steini.
Aðaláhugamál lians eru þessi eftir röð: morð, rán,
barnarán, líkrán, málaflækjur, falsanir, íkveikjur
og líkamsmeiðingar. Þetta kallast í daglegu tali,
hið Góða, hið Sanna og hið Fagra. Hann er noltk-
uð seinþroska en bætir það upp síðar — venju-
lega á tímabilinu frá 1. júlí til 30. júní, að báðum
dögum meðtöldum. í munninum hefur kven-
fólkið nálar og títuprjóna og síðasta orðið. Allir
Nútímamenn eru komnir af dýri sem minnti á
orm, en það sést meir á sumum en sumum. Nú-
tímamaðurinn mun aldrei deyja út meðan Vest-
rænir Lýðræðissinnar fá að ráða. H-,L þýddi.
Kröfnr Alþýðusambandsþings
í Ii íi.siurð i s iii í\ 1 n iii
„22. þing Alþýðusambands Islands álítur húsnæðisleysi al-
þýðunnar við sjávarsíðuna sé mjög alvarlegt vandamál. Þar sem
mikill fjöldi fólks býr í óhollu og ónógu húsnæði eða við
húsaleigu, sem er ofvaxin fjárhag þess. Fjölda margt ungt fólk
getur ekki stofnað eigið heimili vegna skorts á húsnæði og
verður þvi að búa í íbúðum vandamanna sinna, sér og sínum
til tjóns og óþæginda.
Þingið skorar því á Alþingi og ríkisstjórn:
1) Að veita fé á fjárlögum, svo að 3. kafli laga um opinbera
aðstoð til íbúðarbygginga (útrýmingu heilsuspillandi íbúða)
geti kornið til framkvæmda sem allra fyrst. Jafnframt skorar
Alþýðusanrbandsþingið, að gefnu tilefni, á ríkisvaldið að sjá
svo um, að tryggt sé að lagalegut forgangsréttur þess fólks, er
býr í heilsuspillandi húsnæði sé ekki fyrir borð borinn við
framkvæmd fyrrncfndra laga.
2) Að leyfa einstaklingum í bæjum og þorpum að byggja
smáhús til eigin íbúða án fjárfestingarleyfis, enda sé tryggt, að
ma-ld verði út svæði í bæjunum fyrir byggingar slíkra húsa.
Nauðsynlegt væri að byggingarsamþykkt væri sniðin í sam-
ræmi við slík byggingasvæði, svo að húsin yrðu ekki dýrari en
nauðsynlegt væri, en þó séð fyrir sæmilegn samræmi í útliti og
skipulagi.
3) Að 'þeir, sem byggja vilja litlar íbúðir eða lítil einbýlis-
hús, eigi þess kost að fá byggingarteikningar slíkra húsa endur-
gjaldslaust og að þeim verði séð fyrir sérfróðri aðstoð til eftir-
lits við byggingu slíks htisnæðis, er verði ekki ofviða þeim
fjárhagslega, er byggja.
4) Að félagsmálaráðuneytið láti gera 5 ára áætlun um íbúð-
arhúsabyggingar í kaupstöðum og kauptúnum í þeim tilgangi
að bæta úr húsnæðisvandræðum almennings og lækka húsa-
leigu. Byggingarsjóði verkamanna verði falið að sjá um lán-
veitingar til að reisa slíkt íbúðarhúsnæði og verði sjóðnum
tryggðar a. m. k. 10 milljónir árlega til útláns í þessu skyni.
5) Að fela húsaleigunefndum og þeim aðilum, sem þessi mál
heyra undir að gera gangskör að því að útrýma okurleigu á
íbúðarhúsnæði í bæjum og kaupstöðum."
37