Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 44

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 44
ÁSTHILDUR J ÓSEFSDÓTTIR: „Gjafir eru yður gefnar“ í hinum svokölluðu Marshall-Iöndum, er al- menningi að verða það ljósara með degi hverjum, livers vegna dýrtíð, atvinnuleysi og skortur eykst. þar svo hröðnm skrefum á síðustu árum. Það er fróðlegt að lesa umsögn brezka kvenna- lrlaðsins „Woman Today" (Konan í dag) um ástandið í brezka iðnaðinum. Þar segir m. a.: „Hve margar húsmæður eða aðrir aðilar brezks almennings vita — að Iramkvæmd Marshall-áætl- unarinnar þýðir raunverulega endalok brezkrar framleiðslu á vélum — atvinnuleysi karla og kvenna í Coventry, Oxford og víðar, fátækt og skort á heimilum þeirra? og blaðið spyr: hvers vegna? vegna þess, að Marshall-planið krefst þess að við kaupum amerískar vélar, þó við getum sjálf framleitt þær. Hve margir eru þeir sem vita, að Marshall-áætlunin felur í sér þá kröfu, að við kaupum og leigjum amerísk skip — og lömum þar með okkar eigin skipasmíði? Og að lokum spyr brezka kvennablaðið: „Hve margir vita að Mar- shall-áætlunin kveður á um hvernig við eigum yfirleitt að eyða þessum lánsdollurum?“ . . . Og ástandið er víðar slæmt en í Bretlandi. Inn- rás Bandaríkjanna á belgiskan markað, hefur t. d. aukið atvinnuleysið gífurlega þar í landi. Hefur atvinnuleysið orðið sérstaklega tilfinnanlegt í iðn- aði, sem konur vinna aðallega við, svo sem vefn- Þegar 4U0 þúsund bandariskir námumenn gerðu verk)all sið- astliðid sumar, fóru börn þeirra út á göturnar i kröfugöngu til þess að sýna sinn þátt i réttindabaráttunni. A kröfuspjöldin var m. a. petta letrað: ,JÞetta er líka. okkar tíarátta".- aðar-verksmiðj um, saumastofum, smávöruiðnaði, matvælaframleiðslu o. fl. Marshall-dollarar virð- ast heldur ekki hafa haft bætandi áhrif á hol- lenzkan markað. Holland, sem hefur verið eitt stærsta útflutningsland landbúnaðarafurða, er í dag yfirfullt af amerískri matvöru. Þessi Marshall- ráðstöfun hefur haft í för með sér algjört efna- hagslegt hrun fyrir hollenzka bændur. Tugþús- undir þeirra hafa flosnað upp af jörðurn sínunr á síðustu árum — á árinu 1948—9 fóru t. d. yfir 20 þúsund hollenzkir bændur til Kanada í atvinnu- leit. Ítalía liefur heldur ekki farið varliluta af „gjaf- mildi“ Marshalls hins bandaríska. Wall-Street spekulantar hafa þar séð sér leik á borði og flytja nú inn Makkaroni í skipsförmum til Ítalíu. En Makkaroni er eins og kunnugt er, þjóðarréttur ítala og hefur fram til þessa verið ein aðal út- flutningsvara þeirra. Mætti til samanburðar jafna því við, að Bandaríkin lánuðu okkur dollara og skuldbindu okkur til þess að kaupa þorsk og ann- an fisk, sem er aðal útflutningsvara okkar Islend- inga. En þessi Marshall-aðstoð við ítölsku þjóð- ina hefur m. a. veitt 50 þúsund itölsku verkafólki lausn frá vinnu í Milanoborg einni, eru það mest- megnis konur — og er þetta viðbót við þær 2i/ó milljón ítalskra verkamanna, sem þegar heyja sína baráttu við atvinnuleysi og skort. Síðan Marshall-„gjafirnar“ fóru að streyma til hinna ýmsu þjóða vestræna „lýðræðisins", hefur samdráttur iðnaðarins og þar með atvinnuleysið þannig aukizt stórkostlega og virðist ekki annað framundan en gamla kreppusóttin og algjört hrun. Á árunum 1948—9 jókst t. d. tala atvinnu- leysingja í 9 Marshall-löndum um 51 prósent, en tala þeirra sem eru atvinnulausir með öllu ásamt. þeim sem atvinnu stunda nokkra tíma i viku, nemur nú í Vestur-Evróþulöndum og Bandaríkj- unum alls 40 milljónum karla og kvenna, Þessi fáu dæmi um afleiðingar þær, sem doll- ara„gjafir“ Marshalls hafa í för með sér, hljóta að vekja.þá spurningu í huga íslenzks almennings, VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 38

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.