Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 45

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 45
hvort núverandi eymdarástand íslenzku þjóðar- innar eigi einnig eitthvað skylt við þennan marg- umtalaða bandaríska herforingja? — Jafnvel þótt íslenzkir valdamenn, lýsi nú yfir úr sölum Al- þingis Islendinga, hjartanlegu þakklæti sínu fyrir „gjafir“, sem hin snauða íslenzka þjóð meðtekur náðarsamlegast, og svona til uppbyggingar, er okkur samtímis tilkynnt af sömu aðilum, að án þessara „gjafa“, væri íslenzka þjóðin ekki fær um að sjá sér farborða! Það virðist ekki lengur vera aðall íslendingsins að fyrirlíta náðarbrauðið sem að honum er rétt. Og í allsnægtunum, sem landið okkar hefur upp á að bjóða, er okkur í dag boðað sem fagnaðarer- indi — að við séum aftur orðnir ölmusumenn! Það fer þó ekki hjá því, að íslenzka þjóðin verði vör við vaxandi dýrtíð, vaxandi atvinnuleysi, vax- andi vöruskort og vaxandi kvíða fyrir framtíð- inni, þrátt fyrir allar ,,gjafir“ úr vestrinu. Og hverjir eru svo þessir „gjafmildu“ erlendu herrar, sem íslenzkir valdhafar krjúpa svo lágt fyrir? Drýpur ekki hunang a,f hverju strái í þeirra heimkynnum? Og því skyldu þeir þá vera svona óltnir i ad kasta atómsprengjum á mannkynið? Almenningi hér á landi er orðið svo tamt að hlusta á daglegt lof og prís í útvarpi og blöðum, um alla sæluna í vestræna „Iýðræðinu“, að hætt er við að það hljómi ótrúlega, jafnvel áróðurs- kennt, að bera á borð fyrir hann þá staðreynd, að tala þeirra, sem lifa við atvinnuleysi og skort i riki Trumans og Marshalls séu sem stendur (sarnkvæmt oþinberum skýrslum) 18 milljónir manna. í fátækrahverfum stórborga Bandaríkjanna búa nú yfir 13 milljón fjölskyldur — og samkvæmt opinberum bandarískum skýrslum eru í New York-borg einni um 260 þúsund fjölskyldur hús- næðislausar með öllu, en yfir 500 þúsund fjöl- skyldur búa nú í óíbúðarhæfu húsnæði. Það kom fljótt í ljós eftir síðustu forsetakosn- ingar, að hin mörgu og fögru loforð Trumans fyrir kosningar, voru aðeins kosningabeita. T. d. kom á daginn, að ákvarðanir hans og loforð um fjárframlög til þess að uppræta hin alræmdu fá- tækrahverfi stórborga Bandaríkjanna voru skorin niður um helming. Og sömu meðferð var beitt í veitingu fjár til menningar- og heilbrigðismála og byggingu íbúðarhúsa. En samtímis tilkynnti Trumann þingheimi, að útgjöld til hernaðarþarfa skyldu stóraukin. Eitt af mörgum loforðum Trumans, sem hann vann kosningasigur sinn á, var að afnema hin svo- kölluðu Taft-Hartley-lög, sem fela í sér afnám Jólapósturinn frá Wallstreet á ferð um Marshall-löndin barátturéttinda verkalýðsins, eftir fyrirmynd þeirra Hitlers og Mussolinis, en lög þessi eru enn í gildi, og engin trúir því nú, að þau verði af- numin meðan örlög bandarísku þjóðarinnar eru í höndum slíkra manna sem Marslialls og Tru- mans. Eitt af því, sem Trumann, forseti „stærsta og fjölmennasta lýðræðisríkis lieimsins“ hefur neyðzt til að viðurkenna fyrir bandarískum þingheimi, er sú staðreynd, að i ríki milljónamæringanna eru nú milljónir barna, sem enga barnaskólamenntun fá, vegna vöntunar á skólum og hœfum kennur- um! En ekkja Roosevelts Bandaríkjaforseta, sem sízt mundi segja ástandið verra en það er, hefur nýlega viðurkennt þá hörmulegu staðreynd, að sjöundi hver þegn Bandaríkjanna svelti. Er nokkur furða þótt íslenzkur almenningur spyrji, hvort þeint sé ekki nær Marshall og Tru- mann, að rniðla þessum milljónum sveltandi bandarískra borgara einhverju af sínu ríkidæmi, heldur en látast vera að bjarga líftórunni í okkur hér á íslandi? Þegar maður hugleiðir þessar fáu staðreyndir, sem hér hafa verið nefndar, hlýtur sú spurning að koma fram í hugann, hvernig það geti átt sér stað, að þessir bandarisku valdamenn, sem ekki virðast geta séð sinni eigin þjóð farborða, geti á nokkurn hátt verið bjargvættir annarra þjóða? Og hugleiði maður samtímis, að það eru þessir sömu menn, sem nú snúast hatramlega.gegn öllu friðarstarfi i heiminum og ofsækja marga af beztu og göfug- ust/u mannvinum heimsins, verður manni á að spyrja: er það ekki einmitt i sliku andrúmslofti, sem stríðssýkiílinn þrífst? — í skúmaskotum þjóðfélags, sem stjórnað er af valdasjúkum og kaldrifjuðum fjárþlógsmönnum, sern sjá enga aðra leið út úr hrunadansi auðvaldsins, en þriðju heimsstyrjöldina. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 39

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.