Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 47

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 47
VERKALYÐSSAMTOK VÍSUR frá A.S.I.-þingi I Tilgangur og takmark Verkalýðsfélög og sambönd þeirra, eru tæki verkalýð'sins í hagsmunabar- áttunni, ekki aðeins til aS verjast árásum stéttarandstæSingsins, þ. e. atvinnu- rekenda og auSstéttar, í mynd launalækkana, aukinnar dýrtíSar, atvinnuleysis o. s. frv., heldur einnig til þess aS vinna aS bættum kjörum verkalýSsins á öll- um sviSum, auknum réttindum og lífsöryggi. Stéttarsamtök verkalýSsins hafa í heiðri framar öllum öSrum samtökum hiS fornkveSna: „Sá, sem ekki vill vinna á ekki heldur mat aS fá“, enda er takmark þeirra: YfirráS vinnandi fólks anda og handa yfir jörSinni meS gögnum hennar og gæSum og stofnun þjóSfélags án stéttamótsetninga, þar sem gróði einstaklings á annarar manna vinnu og vald hans yfir örlögum manna í krafti auSs síns er fyrirbyggt. Tilgangi sínum hyggjast verkalýSsfélögin aS ná meS því aS safna undir merki sitt öllu verkafólki, án tillits til mismunandi stjórnmálaskoSana, trúar- eSa lífsskoSana, litarháttar, þjóSernis eSa nokkurs annars en sameiginlegra stéttarhagsmuna. SamstaSa verkafólksins í lífsbaráttunni og lífsnauSsyn þess á því aS standa sameinaS gegn árásum stéttarandstæðingsins á sameiginlega hagsmuni gerir þessi fjöldasamtök verkalýSsins möguleg, þrátt fyrir skiptar skoSanir í þjóS- félagsmálum, trúmálum o. fl. Aukin þekking af sameiginlegri reynslu úr baráttunni fyrir brýnustu og frumstæðustu stéttarhagsmunum opnar verkafólkinu víSari sj óndeildarhring og auSgar félagshyggju þess; hinn pólitíski skoSanamunur víkur smám saman fyrir sameiginlegri skoSun sem gerir hinn vinnandi fjölda þess um kominn meS tíð og tíma aS taka völdin og byggja upp sitt eigið þjóSfélag. Nauðsyn skipulags Þótt stór hópur verkafólks sé sammála um að stofna félag og um höfuS- verkefni þess liggur í augum uppi aS ekki tjáir aS fundur samþykki kröfur og svo dreifist menn hver til síns heimilis. Fundurinn verSur aS sjá um aS ein- hverjir ákveSnir menn annist framkvæmd málsins á milli funda og telji sig ábyrga fyrir því gagnvart samtökunum. Og jafnvel þetta er ekki nóg. Félags- hópur, sem stofnaSur er meS mörg og stór framtíSarverkefni í huga, eins og t. d. verkalýSsfélag, kemst ekki hjá því aS fela í hendur einstökum mönnum trúnaSarstörf, sem verSa aS vinnast á eigin ábyrgS þeirra, án þess aS félags- menn eigi kost á aS fylgjast meS, vikum og mánuSum saman. Hvert félag verður því strax í upphafi aS velja sér, til ákveSins tíma, for- ystu, sem er beinlínis ábyrg fyrir mestum hluta félagsstarfsins kjörtímabil sitt út. Og til þess m. a. aS hinir óbreyttu félagsmenn og trúnaSarmenn kunni í meginatriSum skil á rétti sínum og skyldum, ekki aSeins gagnvart félagsheild- inni heldur og hverjir gagnvart öðrum, ber nauSsyn til aS hvert félag þegar í byrjun semji sér sínar eigin starfsreglur, þ. e. a. s. semji sér lög, m. ö. o. skipu- leggi starf sitt og verkaskiptingu í stórum dráttum. Á þingi A. S. í. var sem oftar látið fjúka í kviðlingum. Forsætisráðherra hafði boðið þingfulltrúum til miðdegisverðar, en ýmsum fannst dragast óþarflega lengi að setja þing- fund þennan dag af völdum miðdegisveizl- unnar. Var í tilefni þess vísa þessi kveðin: Svona fjandans seinlæti sízt ég kann að meta, ótrúlega andskoti eru þeir lengi að éta. Hannibal Valdimarsson lét svo ummælt í ræðu, að þeir Jón Sigurðsson og Jón Rafns- son hefðu haft buxnaskipti, en þá nafnana greindi á um hvort visst félag skyldi tekið í sambandið eða ekki. Jón Rafnsson hélt því hins vegar fram og fagnaði því jafnframt að Jlannibal sjálfur hefði haft buxnaskipti þar eð hann væri kominn á sitt mál, en hefði verið sér öndverður í þingbyrjun. — I því tilefni komst þessi vísa á gang: Flýðu brösur fundarsal fólkið hugum lyfti meðan herra Hannibal hafði buxnaskipti. Er menn voru orðnir syfjaðir og fundar- lúnir var þessi vísa kveðin: Góðrar reglu glatast siður gangur mála óðum spillist tillögurnar týnast niður tungan inni í munni villist. Undir svipuðum kringumstæðum hefur næsta vísa sennilega orðið til. En annað megintilefni hennar mun hafa verið það, að Böðvar Steinþórsson formaður Sambands matreiðslu- og veitingaþjóna mælti mjög fastlega með því að leyft yrði brugg áfengs öls í landinu: Af því ég er orðinn sljór úr mér genginn, rúinn vonum kýs ég þann, sem bað um bjór, Böðvar, það er nafn á honum. (Um höfunda vísnanna er ekki vitað enda ekki ábyrgzt að allar séu þær rétt hermdar.) Þulur eftir Theodóru Thoroddsen eru nýkomnar á bókamarkaðinn. Þær eru sem í fyrri útgáfu skreyttar myndum eftir Guðmund Thorsteinson. ■— Þulur Theodóru með myndum Guðmundar eru þjóðleg og sígild listaverk, enda munu fáar bækur kær- komnari almenningi en þær í sinni nýju útgáfu. — I þessu hefti birtist sýnishorn af þessari ágætu jólabók á bls. 21. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 41

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.