Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 50

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 50
ÓSKAR B. BJARNASON: f Ur heimi NÁTTÚRUVÍSINDANNA Einn meS mörgnm núllum fyrir aftan Frá því var skýrt seinast í þessum þáttum að Bandaríkjamenn gætu nú orðið framleitt í verksmiðjum sem næmi 60 triljónum ein- inga af A-fjörefni á ári. Þarna átti að standa biljónir. Amerísk triljón þýðir sama og okkar biljón, þ. e. miljón miljónir. Biljón á amerísku þýðir aftur sama og miljarður hjá okkur, þ. e. þúsund miljónir. Nafnakerfið er raunar hið sama hjá þeim og okkur, en munurinn er sá að Ameríku- menn ásamt FrÓkkum margfalda með þús- und fyrir hvert stig þar sem Englendingar, Þjóðverjar, Norðurlandaþjóðir og fleiri margfalda með miljón. Ef við köllum kerfin ensk og amerísk verður munurinn þessi: Ensk biljón = miljón miljónir, 12 núll — triljón = miljón biljónir, 18 núll — kvatriljón = miljón triljónir, 24 núll —• kvintiljón = miljón kvatrilj. 30 núll — se\tiljón = miljón kvintiljónir, 36 núll Amerísk biljón = þúsund miljónir, 9 núll — triljón = þúsund biljónir, 12 núll — kvatriljón = þúsund triljónir, 15 núll —• kvintiljón = þúsund kvatrilj., 18 núll — sextiljón = þúsund kvintilj., 21 núll og þannig áfram. Næstu stig eru septiljón, oktiljón, nóniljón og desiljón. Amerísk des- iljón er einn með 33 núllum fyrir aftan, en ensk desiljón er einn með 60 núllum fyrir aftan. Þessi heiti eru raunar ekki mikið notuð nema þau lægstu: miljón, biljón og triljón og svo miljarður. I þess stað er þægilegra og almennara að rita tölurnar sem veldi af 10, þ. e. taka fram hve mörg núllin eru fyrir aftan 1 eða hversu oft 10 ganga upp í töl- unni. Þannig er 100 = 102, tíu í öðru veldi; 1000 = 103, tíu í þriðja veldi; miljón = 106, tíu í sjötta veldi; biljón = 1012, tíu í tólfta veldi o. s. frv. Á sama hátt verður 10 = 101, tíu í fyrsta veldi, og til þess að kerfið sé fullkomið 1 = 10°, tíu i núllta veldi. * I sambandi við þessar 60 biljónir eininga af A-fjörefni má einnig geta þess að til eru aðrar aðferðir til að framleiða A-f jörefni en „sítrolsyntesan" sem nefnd var seinast og einnig að til eru ýmsar góðar aðferðir til að vinna A-fjörefni úr lýsi. A-fjörefnið er að- eins hverfandi lítill hluti lýsisins og að- greiningu fjörefnisins má haga þannig að lýsið verður eftir sem áður jafngott hráefni til matarfeitiframleiðslu eða í öðrurn iðn- aði. Nokkrar stjarnfræSilegar stærðir Þvermál sólarinnar er 1,4 miljónir kíló- metra eða 109 sinnum meira en þvermál jarðar. Fjarlægðin frá jörðinni til tunglsins er sem næst 60 jarðarradiar (Radíus = fjarlægðin frá miðju kúlunnar út að yfir- borði hennar; þvermál = 2 radíar). Ef mað- ur hugsaði sér að sólin væri hol innan og jörðinni væri komið fyrir í miðju hennar mundi tunglbrautin lenda hér um bil miðja vega milli jarðar og yfirborðs sólarinnar. Rúmmál sólarinnar er 1,3 miljón sinnum stærra en rúmmál jarðarinnar, en massi hennar er aðeins 332 þúsund sinnum meiri og eðlisþyngd sólarinnar því aðeins (4 af eðlisþyngd jarðar, sem er 5,6. Hér er átt við meðaleðlisþyngd, því auðvitað er sólin miklu þéttari í sér innst en yzt — og hið sama gildir um jörðina. Yfirborð sólar er 12000 sinnum stærra en yfirborð jarðar. Fjarlægð jarðar frá sólu er að meðaltali 150 miljónir kílómetra. Þessa vegalengd fer ljósið á 8% mínútu, en hraði þess er 300 þúsund kílómetrar á sekúndu hverri. Braut jarðar um sólu er sporöskjulöguð. Jörðin er næst sólu í byrjun janúar en fjærst í byrjun júlí. Munurinn á mestu og minnstu fjarlægð er hér um bil 5 miljónir kílómetra. Þegar vetur er á norðurhveli jarðar er sumar á suðurhveli og öfugt. Þetta stafar af því að snúningsás (möndull) jarðar hallar við jarðarbrautina þannig að pólarnir snúa mismunandi vel við sólu. Halli möndulsins er 23(4 gráða frá lóðréttri stefnu á jarð- brautarplanið. Jarðmöndullinn er auðvitað ekki raunverulegur ás eins og í skoppara- kringlu, heldur hugsuð lína gegnum pólana. Jörðin snýst um sjálfa sig eins og skoppara- kringla sem hefði þessa línu fyrir ás og auk þess snýst hún í hring um sólina. Ef jarðar- möndullinn stæði lóðrétt á jarðbrautarplan- ið væru engin árstíðaskipti. Jörðin fær birtu og yl og kraft frá sólinni. Sóiskin er 600 þúsund sinnum sterkara en tunglsskin, en tunglsskin er reyndar einnig sólarljós sem tunglið endurkastar þvi tungl- ið er kaldur hnöttur. Hiti sólarinnar lyftir árlega 660 biljónum kúbikmetra af vatni frá yfirborði jarðar við uppgufun. Hitastig- ið við yfirborð sólarinnar er áætlað 7000° C, en hitastigið inni í miðju sólarinnar hlýtur að vera margar miljón gráður. — Sólin sendir orku sína jafnt til allra átta og aðeins hverfandi lítið brot þess óhemjulega orkumagns lendir á jörðinni. Illutfallið er 1 á móti 2735 miljónum. En hvernig stendur á því að sólin getur stöðugt haldið áfram að útgeisla þessari feikna orku? Það er ljóst að orka getur ekki skapazt af engu. En Ein- stein hefur sýnt að efni getur breytzt í orku. Og af þeim toga er orka sólarinnar. Reiknað hefur verið út að sólin léttist um 2—3 kg á fermetra á öld, en það verður ná- lægt 4 miljónir tonna á sek. fyrir alla sólina. en stærð sólarinnar er svo geysileg að hana munar lítið um þetta. Hún getur haldið áfram að skína í 15 miljónir miljóna ára ennþá. Fyrir 8 miljónum miljóna ára hefur sólin verið 100 sinnum stærri en nú, en það er mesta stærð sem þekkist á stjörnum í geimnum nú svo að sólin getur varla verið eldri en þetta. Jörðin og hinar pláneturnar hafa sennilega orðið til úr brotum úr sólinni. Þegar þetta skeði fyrir svo sem 3000 miljón- um ára var sólin aðeins örlítið stærri en hún er nú, eða rúmlega einum tíuþúsund- asta stærri. I himingeimnum er mikill fjöldi sólna áþekkar okkar sól að gerð, eða svo skiptir miljónum. Svo virðist einnig sem allar þekktar stjörnur hafi hin sömu frumefni að geyma og þekkjast á okkar sól og á jörðinni. Fjarlægðirnar í geimnum eru óskaplegar. Þegar kemur út fyrir okkar sólkerfi (þ. e. sólin og pláneturnar með tunglum sínum) eru fjarlægðirnar mældar í ljósárum, en 1 Ijósár er sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári. Sumar stjörnur og stjörnuþokur sýnileg- ar í sterkustu stjömusjám eru miljónir ljós- ára í burtu. Sú fastastjarna, sem næst er okkar sólkerfi er 4(4 ljósár í burtu. Skærasta stjarnan í karlsvagninum er 70 ljósár í burtu, pólstjarnan 47 ljósár, Síríus 9 Ijósár. Síríus er tvístirni, stór aðalstjarna og lítil fylgistjarna. Fylgistjarnan gengur ekki í hring urn Síríus, heldur snúast báðar um sameiginlegan þyngdarpunkt. Allir þekkja stjörnumerkið Stóra Björn eða Karlsvagninn. Ef maður dregur línu gegnum afturhjólin þ. e. tvær öftustu stjörn- urnar lendir maður á pólstjörnunni sem er yzt í stönginni á litla Birni. Pólstjarnan er því nær í beinu framhaldi af jarðöxlinum. Það er rangt að stjörnurnar á himninum séu óteljandi. Fjöldi stjama sem sjást með berum augurn á heiðskíru kvöldi er ekki nema um 3000. „Og svo kenni ég ekki meiri stjörnufræði". 44 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.