Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 52
Þér berjist sem ljón. Þátturinn er þrjú hundruð
nretra langur. Sennilega getið þér ekki leikið, en
það er ekki mikilsvert.“
„Hvað er þá mikilsvert?" stundi Kolumbus.
„Auglýsingin. Almenningur þekkir yður þegar,
og hann mun þyrpast að til að sjá virðulegan vís-
indamann eins og yður berjast við sjóræningja.
Svo endar þetta með því, að þér uppgötvið Amer-
íku, en það skiptir minnstu máli. Aðalatriðið er
bardaginn við sjóræningjana. Takið eftir, bryn-
tröll, stríðsaxir, steinslöngvur, grískur eldur og
Serkjasverð. í stuttu máli, Hollywood hefur nóg
af miðalda sviðbúningi. Að sjálfsögðu verðið þér
að raka yður. Ekkert yfirvarar- eða hökuskegg.
Kvikmyndahúsagestir eru búnir að sjá svo mikið
efrivara- og hökuskegg í kvikmyndum um Rúss-
land, að þeir hafa fengið sig fullsadda. Sem sagt,
fyrst verðið þér að raka yður og skrifa síðan undir
samning til sex mánaða. — Samþykkt?“
„Ókei,“ sagði Kolumbus og titraði allur.
Seint þetta sama kvöld settist hann við skrif-
borð sitt til að skrifa bréf til drottningarinnar á
Spáni:
„Ég hef farið víða um heim, en aldrei hef ég
liitt jafn frumlega innfædda menn. Þeir geta ekki
þolað þögnina og hafa því lagt sérstakar brautir
um alla borgina til að hafa sem mestan hávaða.
Brautir þessar eru hátt uppi og hvíla á járnsúl-
um, og járnvagnar fara þarna um nótt og dag.
Þetta veldur því, að hinir innbornu elska svo
mjög hávaðann.
Ég hef enn ekki fengið úr því skorið, hvort
þeir eru mannætur, en þeir eta að minnsta kosti
soðið hundakjöt. Ég hef með eigin augum séð
áletruð spjöld, þar sem vegfarendur eru hvattir
til að borða heita hunda* * — og sagt, að þeir séu
mjög Ijúffengir.
Hér þefja allir af einhverju, sem á þeirra máli
er kallað „bensín“. Öll strætin eru full af þessum
þef, sem er mjög svo óþægilegur þeffærum Ev-
rópubúans. Jafnvel fegurðardísir hinna innbornu
anga af bensíni.
Ég hef komizt að því, að hinir innbornu eru
lieiðingjar. Þeir hafa marga guði, og eru nöfn
þeirra rituð eldstöfum yfir kofum þeirra. Svo
virðist sem þeir dýrki einkum gyðjuna Coca Cola
og guðinn Druggish soda, gyðjuna Cafetariu og
hinn mikla guð bensínþefsins — Ford. Hann virð-
ist vera æðsti guð þeirra.
Hinir innbornu eru feikimatgráðugir og sí-
tyggjandi eitthvað.
* Svo heitir bjúgnategund ein í B. A. (Þýð.)
Því miður hefur siðmenningin engin áhrif á þá
haft enn sem komið er. Sanranborið við hinn
geysilega hraða í öllu nútímalífi á Spáni, eru
Ameríkumenn mjög hægfara. Svo virðist jafnvel,
sem þeim þyki of hratt farið að fara fótgangandi.
Til þess að draga á langinn alla hreyfingu staða á
milli hafa þeir tekið í notkun mikinn fjölda svo-
kallaðra bíla. Þannig snígiast þeir áfram ógn liægt
og þykir að ákaflega skemmtilegt.
Athöfn nokkur, sem höfð er um hönd á hverju
kvöldi á stað, sem kallast Broadway, hefur vakið
mér furðu. Mikill fjöldi innborinna safnast sam-
an í stórum kofa, svonefndum Burlesque. Nokkr-
ar innbornar konur stíga upp á pall og tína af
sér spjarirnar, en á meðan eru barðar trumbur á
villimannavísu og saxófónarnir ymja ömurlega.
Allir viðstaddir klappa saman höndum eins og
börn. Þegar konurnar eru næstum allsberar og
innbornu mennirnir orðnir logheitir af æsingu,
þá kemur óskiljanlegasti hluti þessa furðulega
helgisiðar: tjaldið fellur af einhverjum ástæðum,
og hver og einn fer heim í kofa sinn.
Ég vonast eftir að halda áfram rannsókn þessa
merkilega lands og fara lengra inn frá ströndinni.
Líf mitt er ekki í neinni hættu. Hinir innbornu
eru mjög hugulsamir, vingjarnlegir og góðir við
útlendinga.“ q. M þ^ddL
Pabbi, sagði tíu ára snáði við föður sinn.
Hvernig byrja stríð? /
Það er auðskilið, svaraði faðirinn. Segjum svo
að Ameríka og England verði óvinir.
Ameríka og England eru ekki óvinir, greip
móðirin fram í.
Ég sagði ekki að Ameríka og England væru
óvinir, sagði faðirinn gramur yfir þessari truflun.
Ég tók bara svona til orða, svo að drengurinn
ætti auðveldara með að skilja hvernig stríð byrja.
Bjánaskapur, hreytti móðirin út úr sér.
Hann héldi aldrei lengi heilbrigðri skynsemi
ef hann fengi aldrei aðra vizku en þá sem þú
hefur fram að bjóða, sagði faðirinn.
Orðaskiptin fóru harðnandi þangað til snáðinn
greip fram í: Nú megið þið hætta. Nú veit ég
hvernig stríð byrja.
*
Orsök hreinnar samvizku er alltof oft —
minnisleysi.
Svíki einhver þig einu sinni er það hans sök,
en svíki sá hinn sami þig tvisvar er það þín sök.
Rúmenskir mdlshættir.
46
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN