Bergmál - 01.02.1948, Side 7

Bergmál - 01.02.1948, Side 7
B E R G M Á L 1 94 8 -------------------------- „Þú mátt fara, Gísella“. Hún fór hjóðlaust, þegjandi. Jacundus settist. „Ég skal láta þig fá fimm mú- bíanska þræla fyrir hana“, sagði hann græðgislgea. „Þú færð hana ekki“, sagði Scipío. „Ég býð tíu núbíanska þræla, sterka, sem uxa, Scipío?“ „Ég sel hana ekki“. Það kom glamj^i í augu fé- hirðisins. „Þú hefur séð Nigida, Scipío? Grísku stúlkuna, sem ég fékk frá Maraþon. Hún er feg- urri en allar aðrar, Scipío. Hár- ið er kolsvart, og augun — þau minna á brennandi eld. Líkam- inn er óviðjafnanlegur . .. .“ Scipío brosti. „Þú færð Nigida og tíu nú- bíanska þræla þar að auki, fyrir þá Ijóshærðu, Scipío“, hélt Ja- cundus áfram, æstur. „Ég hafna boðinu, Jacundus. Gísella er mín, og hún VERÐ- UR mín". Illilegur svipur kom á andlit féhirðisins. Hann kreppti hnef- ana, þar voru stuttir og feitir fngur. Svo glotti hann. Það var ekkert fagurt bros. „F.n ef Nero kynni nú að koma auga á Gísellu þína?“ sagði hann. Scipío settist upp. „Hana fær Nero aldrei að líta“, sagði hann fastmæltur. „Hmm — það kann þó að vera að hann heyri minnzt á hana“. „Þú átt við — af þínum vör- um?“ Féhirðirinn yppti öxlum. „Það er margt skrafað í Róm, Scipío“. „Ef svo fer, mun ég segja við Nero að hún sé mín eign og það, sem ég á, verði ekki frá mér tekið". Enn brosti Jacundus. „Þú veizt það Scipío, að það sem keisarinn vill fá, það fær hann. Þú rnanst það, kæri vinur, að áður en Poppea var séð af girnd- araugum Neros, var hún eigin- kona Slaviusar Othos“. Scipio reis á fætur og gekk um gólf. Hann vissi allt of vel að það, sem Nero vildi fá, það fékk hann. Hann hafði alla tíð hatað Nero — alltaf litið niður á hann. En það var ekki hægt að ganga fram hjá þeirri stað- reynd, að hann var keisarinn — keisari Rómaveldis. Hann nam staðar við gluggann og leit á Jacundus. „Það er líka sagt, að frú þín hafi fallið í náð hjá keisaran- um“, sagði hann. „Já, Mæsa er í náð keisarans, 5

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.