Bergmál - 01.02.1948, Síða 10

Bergmál - 01.02.1948, Síða 10
B E R G M Á L ------------------ píos skattlansstjóra og færðu henni þetta gimsteinaskrín, sem gjöf frá mér“. „Ég skal gera eins og yðar há- tign skipar“, svaraði Sora, sem enn vissi ekki að hún bar merki pestarinnar á hálsi sér. „Þú verður að fá henni það sjálfri, Sóra“, sagði frúin. „Og þú Verður að vera-afar auðmjúk frammi fyrir henni, og til að sýna kurteisi þína og velþókn- un mína, verðurðu að færa hendi hennar að enni þínu“. „Nú skal ég hraða mér að framkvæma skipan yðar, yðar hágöfgi", sagði Sora og fór. — Mæsa hallaði sér út af á púðana og ánægjubros leið um andlit henni. Nokkru seinna þegar Ja- cundus kom inn til hennar, brosti hún enn. „Nú skulum við bara sjá hver verður keisaradrottning, Ja- cundus", sagði hún leyndar- clómsfull. Það var komið kvöld og Ja- cundus ríkisféhirðir hélt veizlu í höll sinni. Hljómlistarmenn- irnir léku og stór borðin svign- uðu undan óhóflegum kræsing- um í mat og drykk. Gestirnir gæddu sér á réttunum og þrælar þutu fram og aftur og skenktu vín og góðgerðir; dansmeyjar ------------------- F E b r ú A R frá Memphis svifu um gólfið í unaðslegum listdansi. Mæsa sat í hásæti, klædd purpura. Við hlið hennar sat Jacundus og naut jress yndis- þokka, sem ljómaði af konu hans. „í kvöld ertu fegurri en nokkru sinni fyrr, Mæsa“, sagði hann. Hún brosti. „Það er synd, að Nero skuli ekki vera hér“. „Nero er hræddur, Mæsa. Fólkið er á móti honum. Scipío hefur fengið skipun um að lialda vörð um höllina. „Og Gísella fagra ....?“ „Situr heima og bíður eftir Scipío sínum". Hún tæmdi glasið og þeytti því á gólfið. „Það er ekki víst að hún þurfi að bíða mjög lengi“, sagði hún. „Hvað áttu við?“ „Ekkert sérstakt“. f sama mund kom Sora, amb- áttin inn í salinn. Mæsa leit á hana og bros færðist yfir ancllit- ið. Síðan stóð hún upp og gekk afsíðis inn í lítið herbergi. Sora stóð fyrir framan hana. „Nú ,talaðu“, skipaði Mæsa óþolinmóð. „Fékkstu Gísellu skrínið mitt?“ „Ég kom of seint göfuga frú. Gísella er flúin frá Róm með 8

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.