Bergmál - 01.02.1948, Síða 12

Bergmál - 01.02.1948, Síða 12
Framúrskarandi spennandi saga. Ferstrendi kistillinn Eftir Conan Doyle. „Eru nú allir komnir á skipsfjöl?" spurði skipstjórinn. „Já, herra skipstjóri", svaraði stýrimaðurinn. „Þá leggjum við af stað“. — Þetta var miðvikudagsmorgun klukkan 9. Skipið „Spartverjinn", lá hlaðið vörum og farþegum á höfninni í Boston, ferðbúið til Englands. Gufublístran hafði látið tvisvar til sín heyra, bjöllunni hafði verið hringt, og byrjað var skröltið í vélinni. Því miður hef ég alltaf verið taugaviðkvæmur. Kyrrsetur og bóklestur hafa kveikt hjá mér tilhneigingu til einveru, sem þegar í æsku kom í ljós. Ég var mjög leiður af því að þurfa nú að hverfa aftur til minna fyrri átthaga. Köllin í skipsmönnunum, skröltið í festunum og kveðju- og skilnaðarópin og köllin í þeim, sem voru nú að skilja við vini, ættingja og vandamenn, höfðu mjög óþægileg áhrif á mínar viðkvæmu taugar. Ég var því í mjög þungu skapi. Mér fannst sem eitthvað hvíslaði að mér, að þetta yrði ein- liver hræðileg slysa- og óhamingjuferð. Sjórinn var sléttur og mjög lítil gola og að því leyti engin ástæða til, jafnvel fyrir hina mestu landkrabba, að vera kvíðafullur. En samt fannst mér sem ég væri að leggja út í einhverja voðalega hættu. Ég hef oft tekið eftir því, að menn með líku lunderni og ég, fá oft slík hugboð og að þau rætast líka oft. Það er trú margra, að þetta komi af nokkurs konar framsýni og sálin standi í sambandi við hið ókomna. Ég man líka eftir því, að 10

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.