Bergmál - 01.02.1948, Síða 15
1 9 4 8 -------------------------------------------- B E R G M Á L
„Nei, Flannigan".
„Það hefði verið sannarlega leiðinlegt, ef við hefðum ekki kom-
izt með“.
„Já, það hefði verið Ijóta gamanið“.
„Þá hefði allt orðið ónýtt“, sagði hinn lági og saug vindilinn í
ákafa. „Ég hef hann hérna“, sagði hann því næst.
„Lofið þér mér að, sjá hann“.
„Það er víst enginn, sem sér til okkar?“
„Nei, það er enginn á þiljum uppi“.
„Mem'i geta aldrei verið of varasamir, þegar svona mikið er í
hættu“, sagði Muiler. Síðan fletti hann sundur yfirhöfninni, sem
hann bar á handleggnum og tók þar fram einhvern svartan hlut.
Mér varð mjög bilt við, stökk upp í flýti og gægðist upp yfir far-
angurs-bunkann. Til allrar hamingju voru þeir svo sokknir niður
í þetta samtal sitt ,að þei rtóku ekki eftir mér, því að ef þeir hefðu
litið aðeins við, hefðu þeir séð beint framan í andlitið á mér.
Undir eins og ég hafði heyrt hið fyrsta orð af þeirra samtali, tók
mig að gruna margt illt. Nú þóttist ég fá vissu fyrir, að grunur
minn væri réttur, þegar ég sá hvaða hlutur það var, sem þeir tóku
upp hjá sér. Það var svartur, lítill, ferhyrndur kistill, lagður látúns-
spöngum. Hann líktist skammbyssukistli en var nokkuð stærri. Á
lokinu á honum var eitthvert áhald, sem mér varð mjög starsýnt á;
það líktist mjög bóg á byssu og hékk við það seglgarnsspotti. Sömu-
leiðis var á lokinu lítið ferhyrnt op.
Hinn hái, sem kallaður var Flanningan gægðist niður í opið
mjög áhyggjufullur að sjá.
„Það er allt í góðu lagi“, sagði hann loks.
„Ég reyndi að láta það ekki hristast mikið til“, sagði félagi hans.
„Slíkt verður að fara varlega með. Látið þér svo mikið niður í
hann sem þörf er á, Muller“.
Muller tók upp úr vasa sínum dálítinn böggul, leysti utan af
honum og tók þar úr handfylli sína af hvítleitum kornum og lét
niður um opið á kassalokinu. Þá heyrðist einkennilegt hljóð koma
upp úr kistlinum. Þeir brostu og sýndust ánægðir.
„Það er allt í góðu lagi“, sagði Flannigan.
„Já, allt ágætt“, svaraði hinn.
13