Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 16

Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 16
B E R G M Á L F E B R Ú A R „Varið þér yður, það kemur einhver. Farið með hann niður í farrúmið svo að enginn taki eftir honurn, því að það færi ekki vel ef einhver hleypti af af tilviljun". „Afleiðingin yrði sú sama, hver sem það gerði“, sagði Muller. „Þeim mundi víst verða hverft við, ef þeir hleyptu út úr kistl- inum sagði hinn hái, og hló ískyggilega. „Hugsið þér yður þau andlit! Þetta er mjög vel útbúið, ég er mjög montinn af því. „Já“, sagði Muller. „Hafið þér fundið þetta upp sjálfir?" „Fjöðrin og lokan er eftir mig“. „Þér hefðuð átt að fá einkaleyfisverndun fyrir það“. Og þeir hlógu báðir kuldahlátur. Síðan tóku þeir kistilinn og vöfðu hann aftur innaní yfirhöfn Mullers. „Við skulum fara með þetta niður í farrúm og geyma það þar“, sagði Flannigan. „Við getum einhvers staðar komið því fyrir þar sem það er óhult“. Félagi hans féllst á þetta og þeir gengu, hver við annars hlið eftir þilfarinu og niður í farrúm með hinn fyrrnefnda kistil. Síð- asta, sem ég heyrði Flannigan segja, var að hann áminnti hinn um að fara gætilega með kistilinn og reka lrann hvergi í. Ég veit ekki enn þann dag í dag, hve lengi ég sat þarna á kaðlahrúgunni. Ofan á alla þá skelfingu og ótta, sem þetta samtal þeirra hafði skotið mér í bringu, bættist sjóveiki. Skipið var farið að riða þunglamalega á hinum breiðu bylgjum Atlantshafsins. Ég var sjúkur bæði á sál og líkama og féll út af í nokkurs konar dvala. Allt í einu vaknaði ég við að komið var og tekið í mig og sagt: „Viljið þið ekki gjöra svo vel og færa yður til, því að við ætluðum að taka allt þetta rusl burt af þilfarinu“. Af því að ég var nú í þessu auma ástandi, fannst mér sem þessi orð hafa móðgandi áhrif á mig, svo að ef ég hefði verið hugaður og sterkur, hefði ég sjálfsagt gefið sjómanni þessum snopp- ung, þótt hann væri annars kurteis og meinleysislegur. En af því að ég hef ekki því láni að fagna að vera karlmenni, varð ég að láta mér nægja að gjóta til hans óhýrum augum og drattaðist síðan þvert yfir þilfarið út að hinum borðstokknum. Ég þráði að vera einn í ró, til þess að geta velt í huga mér hugsuninni um hinn hræðilega glæp, sem ég þóttist viss um, að væri í bruggi rétt fyrir augunum á mér. Mér datt því í hug að klifra upp í einn af bátun- 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.