Bergmál - 01.02.1948, Síða 23

Bergmál - 01.02.1948, Síða 23
1 9 4 8 --------------------------------------------- B E R G M Á L „Ég hefði aldrei trúað því, að þú værir svona heimskur“, mælti Dick, og var sem honum gremdist við mig. „Ef þú skilur orð drukkins mans alveg sem þau eru töluð, skal mig ekki furða, þótt þú komist að undarlegri niðurstöðu. Nú skul- um við gera sem þeir og ganga upp á þilfar. Ég held það sé betra fyrir þig að vera í góðu lofti. Það er eitthvað sem gengur að þér. Ég vona samt að þú hressist við sjóferðina". „Ivomist ég lifandi af þessa sjóferð, skal það verða mín síðasta. Við eigum bráðum að fara að borða, svo það borgar sig ekki að fara upp á þilfar. Ég ætla að sitja hérna og reykja vindilinn minn“. „Ég vona að þú verðir í betra skapi í kvöld“, sagði Dick og skildi mig einan eftir, en kom brátt aftur, því að á hann var kallað til að fara að borða. Eins og nærri má geta, hafði ég ekki mikla matar- lyst eftir þetta allt saman. Ég var hálfmeðvitundarlaus og settist við borðið og hlustaði á það sem þar var talað. Það voru hér um bil 100 farþegar í fyrsta farrými. Eftir því sem þeir drukku meira, því meira var talað. Við aðra hlið mína sat öldruð hefðarkona, en hina smávaxinn, vel klæddur, gamall prestur. Hvorugt þeirra yrti á mig og ég gerði helclur enga tilraun til að hefja samtal við þau, svo að ég hafði bezta tækifæri til að hlusta á samtal hinna. Ég gat að líta Dick í nokkurri fjarlægð, þar sem hann var að gera sér gott af bein- lausum fugli, um leið og hann var í ákafa að tala við unga stúlku, sem sat við hlið hans. Dowic skipstjóri sat við þann endann á borð- inu, sem ég sat nær, en skipslæknirinn við hinn endann. Mér til mikillar hugfróunar sat Flanningan beint á móti mér. Meðan þótt- ist ég vera öruggur. Á hans ískyggilega andliti lék bros, sem tákna skyldi víst viðmótsblíðu. Ég sá að hann neytti drjúgum vísnins, svo að ekki var laust við að heyra mætti á mæli hans. Félagi hans Múller sat þar skammt frá. Hann borðaði lítið og virtist eitthvað órólegur í bragði. „Nú, mínar heiðruðu dömur“, mælti okkar glaðlegi skipstjóri; „ég vona að þið látið ykkur ekki leiðast hér á skipinu, en skoðið ykkur sem heima hjá ykkur. Gerið þér svo vel, bryti, að láta okkur hafa eina flösku af kampavíni; ég ætla að drekka skál vina vorra í Ameríku. Ég vona að þeir fái að hálfum mánuði liðnum að lieyra, að við höfum fengið góða ferð“. 21

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.