Bergmál - 01.02.1948, Page 24
15 E R G M Á L -------------------------------------- F E B R Ú A R
Mér varð litið upp og sá að Flanningan glotti um tönn og gaut
skyndilega augunum til félaga síns. Við borðið var talað um allt
milli himins og jarðar, um sjóferðir, stjórnmál, skemmtanir og
trúarbrögð. Ég þagði og hlustaði á með mikilli athygli. Mér datt
samt í hug, að tækifæri væri nú til að hefja máls á einhverju líku
því, sem ég var alltaf að hugsa um og vita hvernig þessum tveimur
félögum yrði við, ef farið væri að tala um slíkt. Skyndilega varð
þögn, allir virtust hafa talað út; nú var gott tækifæri fyrir mig.
„Með leyfi, herra skipstjóri", sagði ég skýrt og greinilega, hvað
ætlið þér unr auglýsingar Fenninganna?“
Það var sem honum yrði bilt við, hann roðnaði og sagði: „Þeir
eru ragir hundar, heimskir, en grimmir“.
„Já, það eru aumu, svívirðilegu hrökin, sem hóta með nafnlaus-
um bréfum“, sagði maður nokkur aldraður, sem sat við hlið skip-
stjóra.
.„Þér haldið þó víst ekki, skipstjóri“, spurði aldraða konan, sem
sat við hliðina á mér, „að þeir mundu vilja sprengja skip í loft
upp“.
„Jú, það er ég viss um að þeir mundu vilja, ef þeir bara gætu;
en ég er viss um, að þeir sprengja ekki upp mitt skip“.
„Má ég spyrja, er gætt nokkurra varúðarreglna í því efni?“ spurði
maður nokkur, er sat við hinn enda borðsins.
„Allur farangur er nákvæmlega skoðaður áður en hann er
fluttur út á skipið“, svaraði skipstjórinn.
„En ef nú einhver tæki með sér sprengiefni út á skipið?“
spurði ég.
„Þeir eru allt of huglausir til þess að leggja sitt eigið líf í söl-
urnar“.
Það var að sjá sem Flanningan gæfi þessu tali engan gaum. En
allt í einu leit hann upp, horfði á skipstjóra og mælti: „Haldið þér
ekki, að þér gerið of lítið úr þeim. Sérhvert þess háttar leynifélag
hefur voðalega ofstækismenn, og hví væri ekki hægt að ætla, að
slíkir menn væru meðal Feninganna. Margir eru þeir, sem álíta
það hina rnestu hamingju, að láta lífið fyrir það málefni, sem þeir
álíta rétt“.
22