Bergmál - 01.02.1948, Side 26

Bergmál - 01.02.1948, Side 26
F E B R Ú A R B E R G M Á L síðan upp á þilfar og ásetti mér að halda öllu leyndu. Það var fag- urt kvökl, og þótt slík sálarangist píndi mig, gat ég samt ekki látið vera að halla mér út á borðstokkinn og njóta hinnar þægilegu golu. Langt í vestri sást eitt seigskip, eins og dökkur depill, er það bar við skýjamúrinn, sem hin hnígandi sól skildi eftir á himninum. Það var sem mig hryllti við skýjunum, því að þau líktust blóðhafi. Ein einasta stjarna blikaði beint fyrir ofan höfuðið á mér, en ótelj- andi stjörnublik sáust í vatninu við hvern snúning, sem skrúfan gerði. Það eina, sem rauf þetta fagra samræmi, var hinn þykki reykjarmökkur, sem breiddi sig út aftan við skipið, sem svört rönd á rauðum feldi. Það virtist sem óhugsandi, að hin helga ró og friður, sem hvíldi yfir náttúrunni, ætti að raskast af einu auðvrðilegu mannhraki. Um leið og ég horfði niður í hið bláa djúp, hugsaði ég með sjálfum mér, að þegar á allt væri litið, væri þó betra að deyja hér en að veslast upp á sóttarsænginni á landi. Mannslífið virðist lítilsvirði, umkringt hinum voldugu öflum náttúrunnar. En þrátt fyrir allar mínar heimspekilegu hugleiðingar, var það þó sem hrollur færi um mig þegar ég leit við og sá út við hinn boi'ðstokk- inn standa tvo menn, sem ég kannaðist vel við. Þeir virtust vera að tala saman, en ég hafði ekki kost á að heyra hvað þeir voru að tala um; ég lét mér þá nægja að ganga fram og aftur og gefa ná- kvæmar gætur að öllum hreyfingum þeirra. Mér til mikils sálar- léttis kom Dick upp á þilfarið. Það er þó betra að hafa einhvern trúnaðarmann, jafnvel þótt hann sé efablandinn, heldur en engan. „Nú, gamli kunningi“, sagði hann og hnippti í mig. „Enn þá er ekki búið að sprengja okkur í loft upp“. „Nei, ekki enn þá“, svaraði ég, „en það er engin sönnun fyrir því, að svo geti ekki orðið“. „Hættu þessari vitleysu", svaraði Dick. „Ég skil ekki, hvernig þér hefur komið slíkt til hugar. Ég hef talað við annan af þessum mönnum, sem þú heldur að séu morðingjar, og hann virðist alls ekki vera af því tægi“. „Ég er nú eins viss um“, sagði ég, að þessir menn hafa hjá sér sprengivél og að við eigum innan skamms öll að falla fyrir henni, eins og við stöndum hér“. 24

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.