Bergmál - 01.02.1948, Side 30

Bergmál - 01.02.1948, Side 30
B E R G M Á L ---------------------------------- F E B R Ú A R VEÐMÁL UM BRÉFDÚFUR. John H. Flanningan frá Boston og Jeremías Míiller frá Ashport hafa fyrir viku gert tilraun með bréfdúfur. Þeir hafa lagt stund á að venja bréfdúfur og eytt til þess miklum tíma og ástnndun. Síðan hafa menn á báðar hliðar veðjað rniklu fé um það, hver vinna mundi, þegar dúfurnar yrðu reyndar. Dúfunum var hlevpt á stað frá skipinu „Spartverjinn", sem gengur yfir Atlantshafið, kl. 10 um kvöld, 100 mílur frá landi. Alla varúð þurfti við að hafa, því að enskir skipstjórar virðast hafa mikla óbeit á því, að slíkar tilraunir séu gerðar á skipum þeirra. Dúfunum var hleypt af stað á slaginu kl. 10, þrátt fyrir lítils háttar tálmun, sem kom fyrir á skipinu. Til þess ekki þyrfti að snerta á dúfun- um, þegar þeim væri sleppt af stað, voru þær geymdar í kistli, sem þannig var gerður, að gaflinn færi úr kistlinum og þær flygi þar báðar út um. Dúfa Mullers kom kvöldið eftir til Ash- port, aðframkomin af þreytu, en enn hefir ekki spurst til dúfu Flanningans. 1 Glasgow í Skotlandi voru fjórir bræður og fór einn þeirra til útlanda. Tuttugu árura seinna kom hann heim og hafði Aður látið bræður sína vita, hvenær hans væri von. Þegar hann kom á járnbrautarstöðina, sá itann þar þrjá gamla menn með sítt alskegg. Við nánari athugun sá hann, að þetta voru bræður hans og heilsaði þeim hjartanlega. „En hvers vegna hafið þið iátið ykkur vaxa alskegg?" „Skammastu þín“, svaraði einn þeirra. „Þykist þú ekki muna eftir því, að þegar þú fórst, tókstu rakhnífinn okkar með þér“. 28

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.