Bergmál - 01.02.1948, Side 32

Bergmál - 01.02.1948, Side 32
B E R G M Á L 1948 veklun í líkamanum, en sé því ekki til að dreifa, er orsökin oftast eitthvert hugarstríð; maðurinn á í baráttu við sjálfan sig: Ef til vill er heimilislífið ekki friðsælt, ósamlyndi milli hjónanna eða hann er áhyggjufullur út af einhverju í sambandi við vinnu sína. Þessi innri barátta kemur fram sem þreyta — hann er alltaf þreyttur. Sam- bandið milli sálar og líkama er svo náið að hver hugsun, hvert orð endurspeglast á einhvern hátt í persónuleikanum og heilsufari líkamans. Oft hefur maður séð eða reynt sjálfur, hve t. d. reiði hefur ill áhrif á líkamann. Maðurinn lendir í orðakasti við satnstarfsmann sinn; reiði grípur hann. Eftir að sennan er afstaðin, finnur hann til þreytu og máttleysis, þótt hann hafi nokkrum mínútum áður verið fullur af lífsfjöri og þrótti. Aðrar tilfinningar, svo sem: hatur, öfund, afbrýði, sorg og hvers konar áhyggjur, hafa sams konar áhrif; þær ræna manninn líkamsþrótti, og honum finnst hann alltaf vera þreyttur, óeðlilega þreyttur. Þegar maðurinn eða konan gerir sér grein fyrir að orsök þreyt- unnar er ekki líkamleg vinna, heldur hugarstríð, þá verður honum eða henni ljóst, hvernig á að bæta úr því. Sú manneskja, sem á í innri baráttu dag og nótt, getur ekki hvílzt; hún er alltaf að tapa. En ef hún finnur orsökina fyrir þessari baráttu, og útrýmir henni, sættir sig við lífið og semur frið við sjálfa sig, tekur hún upp gleði sína á ný og þreytan hverfur. Blaðamaður spurði einu sinni ritstjóra, hvað hann teldi fréttir: „Ef hundur bítur mann“, svaraði ritstjórinn, „þá eru það ekki fréttir. En ef maður bítur hund, þá eru það fréttir". Auglýsing: „Stúlku vantar til að matreiða og passa börn". 30

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.