Bergmál - 01.02.1948, Síða 41

Bergmál - 01.02.1948, Síða 41
KURT SINGER: Maðurinn, sem sökkti ROYAL OAK Maðurinn, sem sökkti brezka beitiskipinu var ekki hetjan, sem hyllt var að sigri loknum. Styrjöldin hafði ekki staðið lengi. Það var í október árið 1939, á öðrum mánuði hildarleiksins, sem átti eftir að verða langur og blóði drifinn. í meir en viku hafði Canaris aðmíráll dvalizt stöðugt á skrifstofu sinni í Bendelstrasse 14. Þar hélt hann til nótt sem dag og gaf sér aðeins nokkurra stunda hvíld annað slagið og hallaði sér þá á sófa í skrifstofunni. Starf hans var miklu meira en eins manns verk, en Canaris var illa við að hafa nána aðstoðarmenn og nú sízt af öllu. Fyrstu vikurnar voru honum lang erfiðastar, því að þá streymdu að skýrslur í þúsundatali. Ráðabrugg og áætlanir, sem um mörg ár höfðu verið í undirbúningi voru nú að bera ávöxt. Margar upplýs- inganna voru þýðingarmiklar en margar voru líka gagnlausar. Þær komu frá öllum hlutum jarðskorpunnar, sendar í bréfum, símtöl- um, á dulmáli og útvarpi. Hverja smáupplýsingu varð að athuga gaumgæfilega, hvaða gildi hún kynni að hafa í nútíð og framtíð. Það var eftir miðnætti dag nokkurn í þessum októbermánuði, að dulmálsskeyti kom# — skeyti, sem hafði haldið aðmírálnum andvaka um skeið. Loksins var það komið. Það hljóðaði á þessa 39

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.