Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 43

Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 43
1948 B E R G M Á L aansleikur, til óumræðilegs fagnaðar yfir því, að Royal Oak væri nú á sjávarbotni og hefði þrifið með sér meir en átta hundruð brezka sjóliða í bráðan bana. Þegar hátíðahöldin stóðu sem hæst, læddist óeinkennisklæddur maður frá kafbátnum þar sem hann lá bundinn við herskipalægið. Þótt öll blöð birtu nöfn og störf allra af áhöfn kafbátsins var aklrei minnzt einu orði á þenna borgara. Honum hafði ekki verið boðið til veizlunnar. Hár, grannur, karhnannlega vaxinn gekk hann rösk- lega til hótelsins Goldenen Löwen í Kiel. Allt látbragð hans bar vott um að hér fór hermaður í þess orðs fylistu merkingu. En hann var þreyttur, ákaflega þreyttur. Hinir máttu fara á dansleik og njóta sigurgleðinnar. Þeir mundu drekka sig fulla og í ölæðinu kyrja í drafandi söng „Horst Wessel" og „Deutschland úber alles“. Hann kærði sig ekki um slíkt gaman. Hinn dularfulli borgari, sem svo laumulega gekk frá borði, var gersneyddur orðinn allri löngun í ærsl og gleðskap. Það eina, sem hann þráði var að sofa. Hann svaf langt fram á næsta dag. Er hann var kominn á ról, fór hann með járnbrautarlest til Hamborgar, en þar steig hann upp í flugvél, sem fara átti til Berlínar. Hann veitti því athygli að öll blöð birtu sömu fyrirsögn á fremstu síðu stórum stöfum: „HETJUDÁÐ PRIEN KAFBÁTSFORINGJA". Hann yppti öxlum fyrirlitlega. En hver var þessi dularfulli mað- ur? Rétt nafn hans var Alfred Wehering, það hafði hann skrifað í dagbók hátelsins. í fyrsta sinni í sextán ár hafði hann nú skrifað sig sínu rétta nafni. Hinar fagnandi þúsundir í Kiel höfðu aldrei heyrt hans getið. En hvað um það, þannig var háttur heimsins. Hann jós blómum og heiðursmerkjum og fögrum ræðum yfir Prien kafbátsforingja, þenna rígmontna asna. Framtíðarsaga nazistanna mundi hylla Prien sem sigurvegarann frá Scapa Flow. En það var þó ekki svo að hann Alfred Wehering skipherra, öfundaði Prien af frægð hans. Hann hafði sjálfur orðið hennar aðnjótandi áður fyrr, í fyrri heims- styrjöldinni. Hann hafð tekið þátt í orustunni við Jótland, en þar hafði og barizt Royal Oak, sem nú var á hafsbotni. Wehering hafði verið í Iíattegat með herskip sitt og í Miðjarðarhafinu og á Spáni 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.