Bergmál - 01.02.1948, Side 44

Bergmál - 01.02.1948, Side 44
F E B R Ú A R B E R G M Á L hafði hann verið í herþjónustu. Það var á Spáni, sem hann vann með mannimun, sem nú var húsbándi lians, Walter Wilhelm Canaris. Hann átti nú að hitta Canaris og lýsa sig lausan til næsta starfs. Heimurinn mátti hugsa hvað hann vildi., Canaris vissi þó alltaf hver var hin raunverulega hetja frá Scapa Flow. Royal Oak hafði ekki verið sökkt af hinum hégómlega kafbátsforingja Prien, heldur af Alfred Wehering. Aðmíráilinn beið eftir Wehering, sem voru tengdir þeim bönd- um einum, sem samstarf þeirra á Spáni hafði skapað, höfðu ekki sézt svo árum skipti, samt höfðu þeir alltaf haft ósýnilegt samband hvor við annan. Enginn mun nokkru sinni fá að vita hvað þessir tveir menn töluðust við, en gizka má á það. Án efa hefur Canaris óskað honum til hamingju og hrósað honum fyrir franrúrskarandi glæsilega njósnarstarfsemi. Hann hefur e. t. v. bætt því við, að það væri hlutskipti manna eins og þeirra tveggja að gera hlutina bak við tjöldin, hinir tækju heiðurinn, en það væri ágætt. Hinn ungi Prien verðskuldaði engan veginn allt dálætið, en fólkið heimtaði hetjur og það varð að sjá því fyrir hetjum. Eins og áður er sagt, vita menn ekki hvað þeim fór á milli, en brezka leyniþjónustan þykist þess fullviss að Wehering hafi verið mjög óánægður, að hann hafi sagt sitt af hverju við Canaris í þá átt og barmað sér mjög, vegna 16 ára útlegðar og af mörgu fleiru. En hvernig sem það hefur nú annars gengið til þá tók það Breta nokkra mánuði að komast að hinu sanna um árásina á Scapa Flow. Rannsóknin leidd í ljós að Wehering var gæddur ótrúlegri þolin- mæði og það er í raun og veru undrunarefni að öðrum eins mann- kostamanni skyldi ekki vera fengið stærra og vandasamara verksvið. Við verðum nú að fara 16 ár aftur í tímann, eða til þess tíma er Alfred Wehering, fyrrum skipherra í hinum keisaralega flota þýzka ríkisins, fór úr landi. Það var árið 1923, Bjórkjallaraárið í Munchen. Þá var Canaris hvorki eitt né neitt; uppgjafa liðsforingi, sem lifði á eftirlaunum sínum. I rauninni starfaði hann þó að því, að endur- skipuleggja njósnir hers og flota fyrir lýðveldisstjórnina og herfor- ingja hennar og aðmírála. Árið 1923 sendi Canaris út fyrsta njósnara sinn eftir að friður - 42 -

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.