Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 48
B E R G M Á L -------------------------------------- F E B R Ú A R
kafbáturinn upp á yfirborðið eina ctimma rigningarnótt; þokan
var svo mikil, að vart sá handa skil.
Kafbátsforingjanum var það ijóst, að hin minn.stu mistök í stjórn
bátsins gat orðið þeim að fjörtjóni. Brezku strandvarnarliðsbát-
arnir voru ískyggilega nálægt og við minnsta grun af þeirra hálfu
mundu leitarljós margra þeirra þjóta aftur og fram um hafflötinn
og uppgötva kafbátinn. Nær og nær færðust þeir ströndinni og for-
inginn fór nú að óttast að hann rækist ef til vill á eitthvað sker.
Prien gaf skipun um að stöðva vélarnar. Hann tók sér í hönd sjón-
aukann og horfði í hann upp á land. í gegnum þokuna kom hann
auga á ljós á ströndinni. Það var ekki um að villast að þarna var
gefið hið umtalaða merki, sem Canaris hafði ákveðið: Einu sinni
langur glampi, tveir stuttir og einn langur.
Gúnther Prien kafbátsforingi skipaði þegar að setja á flot gúmmí-
bát og sendi hann í land með einum manni. Það átti að bjarga
„vini“ frá Englandi. Það leið ekki á löngu unz Prien heilsaði með
liandabandi Ortel-Wehering, úrsmið frá Kirkwall, sem nú steig um
borð í kafbátinn. Án nokkurrar tafar hvarf kafbáturinn í djúpið.
Ortel lagði nú spilin á borðið. Hann var með nákvæm sjókort,
með teikningum af Scapa Flow og víggirðingunum þar. Hann benti
á hvar hinn varnarlausi hluti var. Pren tók við lcortunum, og er
hann hafði athugað þau í káetu sinni, gekk hann að taltæki og gaf
skipanir sínar. Kafbáturinn þaut áfram niðri í sjónum, marga króka
varð að fara, en loks voru þeir komnir inn í Scapa Flow.
„Hafið tilbúin tundurskeytin", skipaði Prien — og þessi aflöngu
silfurlitu morðtæki smugu inn í hylkin, sem þeim var skotið úr.
Sérhver maður var á sínum stað. Nazistarnir biðu átekta. Þeir vissu
að lítilfjörleg mistök gátu haft það í för með sér að þeir lentu í víg-
girðingunum og fengju sér búna vota gröf í herbúðum fjandmann-
anna. Sjónpípan ein stóð upp úr sjávarfletinum og nú var leitað að
skotmarki. Þeir voru staddir í Scapa Flow þar, sem enginn þýzkur
sjóliði hafði nokkru sinni kornið áður. í gegnum þokuna sýndi
sjónpípan greinilegar myndir nokkurra tundurspilla og beitiskipa.
En Prien var að leita að stóra skrokknum, sem lá lengst í burtu;
hinu risavaxna orustuskipi ROYAL OAK.
Vélarnar voru stöðvaðar. Sjónpípan var stillt svo sent bezt mátti
46