Bergmál - 01.02.1948, Síða 50
Sitt af hverju
Útlendur ferðamaður kom í þorp eitt í Noregi. Hann tekur eftir því, að
flestir þorpsbúar eru drukknir og snýr sér því að einum þorpsbúanna,
og segir:
„Menn drekka víst nokkuð mikið í þessu þorpi?"
„Nei, þeir drekka ekki svo mikið. Þeir þola bara svo lítið", svaraði þorps-
búinn.
Kennari nokkur var að gera efnafræðistilraunir í bekknum. „Ef mér mis-
heppnast nokkuð efnaljlöndunin, verður sprenging og við munum öll
sprundrast upp urn þakið. — Gjörið svo vel og komið dálítið nær, svo
að þig getið fylgzt betur með".
Auglýsing á fægidufti: „Dreptu ekki konuna þína. Láttu okkur gera
sóðalegu verkin fyrir þig".
„Ég sá ungan mann reyna að kyssa dóttur yðar".
„Kyssti hann hana?" spurði móðir hennar.
„Nei".
„Þá hefur það ekki verið dóttir mín".
„Ég elska þig heitara en mitt eigið líf“, sagð hann.
„Það geri ég svei mér líka", svaraði hún í einlægtii.
Auglýsing: — Stór vekjaraklukka er til sölu hjá ungfrú Jacobsen, sem
er ákaflega gamaldags, og alltaf óútgengin eftir vikuna, en gengur
þó alltaf og galar eins og hani á hverri klukkustund.
Kennarinn (við börnin):. Getið þið sagt mér hvað átt er við nteð orð-
iuu: skömm? (Öll börnin þegja). Jæja, þá skal ég segja ykkur það:
Skömm er það — að ekkert ykkar skuli vita það.
48