Bergmál - 01.02.1948, Page 51

Bergmál - 01.02.1948, Page 51
Viðkvæm einkamál: Spurningar og svör Helena svarar fyrir Bergmál. Hann er allt of aðfinnzlusamur. Kæra Helena! Ég er tuttugu og tveggja ára og trúlofuð manni ,sem er tólf árum eldri. Vegna aldursmunar okkar finnst honum hann mega setja ofan í við mig, leiðrétta mig í einu og öðru og finna að flestu, sem ég geri eða segi. Ef þetta væri aðeins við einstaka tækifæri og hann gæti sannfært mig um, að hann hefði rétt fyrir sér, væri að sjálfsögðu ekkert við þetta að athuga, enda væri ekkert eðlilegra, en að hann væri veraldarvanari og reyndari en ég. En þegar þetta er daglegt brauð og ég get varla gert svo nokkurn hlut, að hann geti ekki að því fundið, hlýt ég að þreytast á hinum sífelldu athuga- semdum unnusta míns. Það hef ég lengi vitað, að unnusti minn lítur allstórt á sig. Hann lætur þess ekki ósjaldan getið, að hann sé lcominn af betra fólki en ég. Hann sé að ætt og uppeldi ósvikinn séntilmaður. Það er náttúr- lega satt, að ég á ekki til ríkra að telja, en ég veit ekki betur en ég hafi verið alin upp á góðu og siðsömu heimili. Forldrar mínir voru gott og heiðarlegt fólk. Allt fram að þessu hef ég getað um- gengizt venjulegt fólk, án þess að fundið hafi verið að framkomu minni. Það hefur enginn orðið til þess annar en unnusti minn, að benda á kunnáttuleysi mitt í almennum mannasiðum. Fyrir nokkru vorum við saman á félagsskemmtun, þar sem 49

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.