Bergmál - 01.02.1948, Side 57

Bergmál - 01.02.1948, Side 57
Sönn saga um það, hvernig farið getur með hjónabandshamingjuna. Byggist hjónaband yðar á blekkingum? Það var fjöldi fólks saman kominn á torginu fyrir framan húsið. Menn æptu og kölluðu á brúðhjónin og dynjandi húrrahróp kváðu við þegar þau sýndu sig í glugganum. Síðan leiddust þau aftur inn í íbúðina. Þau stóðu hlið við hlið undir ljósakrónunni, meðan gest- irnir kvöddu. Úti fyrir þutu bílarnir fram og aftur. Frá dimmbláum ágústhimni horfði kringluleitur máninn á allt, sem fram fór með köldu glotti eins og hann vildi segja: „Þarna niðri á jörðinni!, nei — þar gerist aldrei neitt.“ Hann tók í liönd brúðar sinnar og dró hana til sín. „Þú“, sagði hann hálfkæfðri og titrandi röddu, „Sesselja". Hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. Síðan kyssti hann hana fast og lengi, svo að henni lá við köfnun. „Slepptu mér, Karl“, sagði Sesselja og reyndi að losa sig úr faðmi hans. „Komdu“, sagði hann og vildi draga hana að svefnherbergisdyr- unum. Hún vissi að þetta var hin eðlilega leið, en það var eitthvað í svip hans og rödd, sem skyndilega vakti hana til andúðar og uppreisnar. Hún sleit sig úr faðmi hans, hljóp inn í herbergið, þar sem hún 55

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.