Bergmál - 01.02.1948, Síða 58

Bergmál - 01.02.1948, Síða 58
B E R G M Á L --------------------------------------- F E B R Ú A R hafði búið sem ungmey, og lokaði hurðinni í flýti. Síðan lagðist hún á hurðina og greip um brjóst sér til að hægja hjartsláttinn. Hún titraði af reiði. Hvað datt honum eiginlega í hug? Að hún væri eign hans? — Að hann hefði keypt hana eins og hvert annað húsgagn? Hún heyrði hann koma að dyrunum, fann er hann tók í sneril- inn. Nú hvíslaði hann — nú kallaði hann til hennar: „Leyfðu mér inn, Sesselja". Hún opnaði ekki. Það var hljótt um stund. Svo sagði hann, og nú var röddin gremjuleg: „Þetta verður okkur til athlægis, Sesselja“. Hún svaraði ekki. Hún var svo þreytt að henni fannst allt í her- berginu snúast. En hún skyldi ekki láta undan. Hann bað, hann sór, hann hafði í heitingum; allt árangurslaust. Það leið nokkur stund. Hann vildi ekki vera hávær og hann vildi ekki fara til svefnherbergisins meðan þjónustustúlkurnar voru á fótum í sínu herbergi. Fljótlega varð allt hljótt. Þá hristi hann hutðina. Ekkert svar. „Talaðu að minnsta kosti svo að ég heyri hvort þú ert lifandi, ann- ars brýt ég hurðina", sagði hann. Hún vildi komast hjá stórhneyksli, svo að hún talaði til hans og bað hann að ganga nú til hvílu, þau gætu talazt við á morgun. Að lokum hafði hann eigi önnur úrræði en að ganga einn til sængur, og frá dyrunum sneri hann í þungum hug og með þau orð á vörum, sem vér veigrum oss við að hafa eftir. ----Svefntíminn varð stuttur. Þau voru snemma á fótum. Karl rótaði til í hjónarúminu, svo að herbergisþernan skyldi halda að þau hefðu hvílt þar bæði, en það var gagnslaus fyrirhöfn, því að Sesselja lagfærði ekki sitt rúm, og til að gefa frekari vissu hringdi hún á þernuna og lét hana sækja fatnað sinn í klæðaskápinn í hjónaherberginu. Þau voru þögul við morgunverðarborðið. Stúlkan, sem færði þeim kaffið, leit brosandi á Karl. Honum sýndist hún glotta hæðnis- iega. f skrifstofunni leið honum illa. Honum fannst starfsfólkið stinga sarnan nefjrun á bak við sig og jafnvel viðskiptavinirnir hafa annað viðmót nú en endranær. Engan dag hafði hann beðið kvöldsins með 56

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.