Bergmál - 01.02.1948, Page 60

Bergmál - 01.02.1948, Page 60
F E B R Ú A R B E R G M Á L ---------------------- „Ég hélt þér þætti vænt um mig“. Hann svaraði með því að ganga til hennar, taka um hendur hennar og draga hana til sín. Hún hvíldi í örmum hans, hallaði sér að brjósti hans. Þau fylgdust að inn í svefnherbergið. Þegar Sesselja kom á fætur um morguninn, mætti hún föður sín- um á ganginum. Hún roðnaði og leit niður fyrir sig. Hann kyssti hana létt á kinnina og var óvenju glaðlegur og skrafhreyfinn. Síðar um daginn sagði Karl við konu sína, þegar þau voru tvö ein: „Það var gott að þú fórst svona að í gærkvöldi. Ég hafði skipt um lykil í herbergishurðinni". Hún hló þýðlega og lézt verða undrandi. Með sjálfri sér hugsaði hún: „Ég skal aldrei láta hann vita að ég tók eftir því“. Og frá þessu skildi hún það lögmál, að hamingja hjónabandsins byggist að allmiklu leyti á blekkingum. Meðal annars verður konan að gæta þess að maður hennar lifi í þeirri góðu trú að hann sé hús- bóndi á sínu heimili. Ölvaður maður stöðvaði bifreið, fór inn í hana, en datt út um hinar dyrnar. Síðan stóð hann upp, sneri sér að ökumanninum og sagði með alvörusvip: „Hvað kostar það?“ Prófessorinn: „Nú er ég búinn að skrifa allt upp á minnisblað, sem ég þarf að gera í dag, og hef það í vestisvasanum". Frúin: „Við erum nú komin marga kílómetra burt frá heimili okkar og þú hefur gleymt að fara i vestið". 58

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.