Bergmál - 01.02.1948, Side 62
B E R G M Á L ---------------------------------- F E B R Ú A R
kringumstæðum. En eins og á stóð sá hann, að það voru mistök að
stökkva svona í burtu.
Nú sat hann á flekakantinum með fæturna niður í svölum ár-
strauminum. Hann var í æstu skapi sérstaklega þegar hann horfði
í áttina til prammans þar sem Marie-Anna var.
Hvað vissi hún mikið? Það var spurningin, sem hann braut fyrst
heilann um. Hann mundi nú eftir, að þegar hann var að tala við
Marie-Anne um bardagann, sem í vændum væri og afsaka við hana,
að hann skyldi fara fram í nærveru hennar, hafði hún gefið í skyn
að ekki væri víst, að hún yrði eina konan, sem vissi um bardagann.
Nú skildi hann að Marie-Anna vissi um dvöl Carmin Fanchets á
flekanum.
En spurningin var: Þekkti Marie-Anna sannleikann? Líklega
ekki; að minnsta kosti ekki þann sannleika, sem hann hafði séð í
kvöld, gegnum káetuglugga St. Pierres.
Allt í einu mundi hann skýrt hvað St. Pierre hafði sagt honum
um Marie-Anne. Hann hafði fengið samúð með þessum stóra dreng
með stálbláu augun, sem barðist áfram án þess að missa kjarkinn.
St. Pierre hafði blátt áfram sagt við hann að Marie Anne væri
annarra en viðeigandi væri. Með sömu opinskáu einlægni hafði
hann sagt frá öllu, sem kona hans hafði viðurkennt fyrir Davíð.
Þó að honum fyndist nú að hann gæti drepið St. Pierre, gæti
ekki St. Pierre haft alveg jafn réttmæta ósk um að drepa hann?
Því að, vissi hann ekki mæta vel að Marie-Anna var kona St. Pierres,
þegar hann kyssti hár hennar og þrýsti henni að sér; þegar hann
bar hana yfir ána?
Hann lét sig síga rólega niður í svalan árstrauminn, lagði til
sunds í áttina til íbúðarprammans. Hann synti ekki með sama
krafti og áðan, en lét sig reka með strauminum og kom að árbakk-
anurn um kílómetres-spotta neðar en báturinn lá. Hann beið þar
dálitla stund, en á rofaði til, svo að hann gat greint ströndina.
Hljóður sem skuggi fylgdi hann henni unz hans náði til pramm-
ans og gat skriðið gegnum giuggann.
Hann kveikti á lampanum en skrúfaði niður í honum svo að rétt
týrði á honum, og við þessa daufu skímu strauk hann vöðvana
þangað til hann verkjaði í þá. Hann fann sig í ágætu standi til
60