Bergmál - 01.02.1948, Page 66

Bergmál - 01.02.1948, Page 66
F E B R Ú A R B E R G M Á L Marie-Anne mína, er það ekki rétt? Og ég .... mér þykir vænna um Carmin mína en nokkra aðra konu í veröldinni. Ef þér viljið, skulum við berjast“. Hann byrjaði að færa sig úr skyrtunni og Bateese drattaðist nöldr- andi í burtu til þess að segja mönnum St. Pierres frá bardaganum, sem í vændum væri. En þegar tíðindin bárust til mannanna heyrð- ist aðeins eitt hróp, sem svar, skerandi og óttaslegið, það var krypplingurinn André, sem hljóðaði. XXI. KAPÍTULI. Davíð vissi að hér hafði hann mætt manni, sem var honum fremri að minnsta kosti að einu leyti. í starfi sínu hafði hann þekkt marga menn, sem voru svo stálharðir á taugum að það hafði engin áhrif á þá, þótt þeir horfðust í augu við dauðann. Samt sem áður varð liánn að viðurkenna, að St. Pierre væri þeim fremri og honum sjálfum einnig. Augnablik hafði Boulainhöfðinginn verið eins og eldfjall, sem var í þann veginn að gjósa, en ekkert gos hafði komið. Þegar Davíð var tilbúinn, brosti St. Pierre aftur og það sást ekkert merki eftir reiðikastið rétt áðan. Gráu augun hans voru vingjarn- leg, meðan Bateese afmarkaði hringlaga svæði í sandinn, sem áhorf- endurnir áttu að halda sér utan við . Framh. í næsta hefti. Maður með stúdentshúfu lá útúrdrukkinn á götunni. Hann hafði verið að ljúka meistaraprófi. Gömul kona víkur sér að honum og segir: „Að stúdentinn skuli ekki skammast sín fyrir að liggja hér, í staðinn fyrir að vera heima og lesa". „Skammastti þín, kerling", segir stúdentinn. „Ég er Casklender magister og þarf aldrei að lesa meira". Prófessor, sem var mjög viðutan, kallaði eitt sinn til sonar síns á götu og segir: „Heyrðu, Georg, hvernig líður honum föður þínum?" 64

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.