Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 30
Goðasteinn 1996
an hann var heima á Kotmúla og var
kunnugt um atgjörvi hans.
Kjölfesta fyrir formanninn
Stefán fór ungur að stunda sjó og
reri þá oftast á Suðurnesjum og þótti
ágætur sjómaður. Á þeim árum var
eingöngu róið á opnum bátum og var
þá venja, einkum ef útlit var fyrir vont
sjóveður eða storm, að taka grjót úr
fjörunni og láta í skipið, þegar farið var
í róður á morgnana og var það kölluð
kjölfesta. Eitt sinn var veðurútlit slæmt
og lét formaðurinn þá taka nokkuð af
grjóti og setja í bátinn. Það þótti nauð-
synlegt ef siglt var. Þessari kjölfestu
var svo kastað fyrir borð þegar fiskur
kom í skipið. Stefán tíndi nokkra
smásteina og lét í skutinn hjá formann-
inum, en venja var að hver maður
kastaði út úr sínu rúmi á skipinu. Þegar
formaðurinn kom um borð og sá þessa
smásteina við fætur sér í skutnum,
sagði hann með nokkurri þykkju:
„Hver lætur þessar völur hér í skut-
inn“?
„Það gerði ég“, sagði Stefán.
„Gastu ekki haft þetta eitthvað
stærra“? sagði formaðurinn. Stefán
svaraði þessu ekki, en festi sér í minni
orð formannsins.
Svo bar við nokkru síðar þegar róið
var, að taka þurfti kjölfestu í bátinn. Þá
varð formaðurinn að víkja sér eitthvað
frá litla stund. Stefán notaði þá tæki-
færið og tekur stein í tjörunni svo stór-
an að hásetum þótti með ólíkindum að
einn maður bæri, setur hann í skutinn
og sest svo í rúm sitt í skipinu. Þegar
formaður kemur og sér hvað orðið er,
segir hann með þunga í röddinni:
„Hver lætur þetta bjarg hér í skut-
inn“?
„Það gerði ég“ segir Stefán.
Meira var ekki rætt um þetta, en það
þóttust menn sjá að formanni var þungt
í skapi og augljóst að hann ætlaði ekki
að leita aðstoðar við að kasta steininum
fyrir borð, þótt þungur væri, enda var
hann talinn knár og fylginn sér.
Þegar kornið var á mið, tóku menn
færi sín og settust að drætti. Afli var
góður og kom þá að því að kasta þurfti
kjölfestunni fyrir borð. Formaðurinn
fór nú að bisa við steininn, en hafði
ekki árangur sem erfiði og kallaði hann
þá til tvo háseta, en eins og kunnugt er
þá er þröngt um og vond aðstaða þar
aftur í krúsinni og tókst þeim ekki að
koma steininum fyrir borð. Endirinn
varð sá, að formaður neyddist til að
brjóta odd af oflæti sínu og kalla Stefán
til hjálpar. Stefán glotti við, gekk að
öftustu þóftunni, beygði sig yfir hana,
tók steininn og læddi honum út fyrir
borðstokkinn. Aldrei átaldi formaður-
inn Stefán eftir þetta fyrir það hvernig
grjót hann bæri í kjölfestu í skipið.
Þung lyfta
Eitt sinn var Stefán að ganga heim
að lokinni vertíð á Suðurnesjum ásamt
fleiri Fljótshlíðingum. Þeir fóru um
Reykjavík. Innan við bæinn voru þrír
menn að stríða við að koma stórum
steini upp í vagn, en steinninn var svo
þungur að hann var þeim ofurefli.
-28-