Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 259
ANNALAR
Gooasteinn 1996
1912. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin
Jón Þórðarson frá Skinnum og Katrín
Kristjánsdóttir frá Borgartúni, og var
Kristinn yngstur fjögurra barna þeirra.
Hin voru Pálmar, Pálína Kristín og
Guðjón, og eru þau öll látin. Æsku-
heimili Kristins var rómað fyrir mynd-
arbrag og snyrtimennsku, sem ætíð
setti svip sinn á alla umgengni og störf
hans. Snemma tók hann þátt í bústörf-
unum eins og gengur, og sjósókn vand-
ist hann heima í Unhóli, því þar var
ferjustaður og þaðan róið til fiskjar,
bæði til beinna nytja fyrir matarforða
heimilisins, auk þess sem fiskur var
stundum seldur. Kristinn réðist til Vest-
mannaeyja á mótorbát 15 ára gamall og
reri þaðan fjórar vertíðir, en hætti sjó-
mennsku vegna sjóveiki eftir síðustu
vertíðina. Ahugi hans á bílum, sem þá
voru sem óðast að ryðja sér til rúms hér
á landi, var þá þegar vakinn. Kristinn
lærði á bíl 17 ára gamall, og þurfti til
þess undanþágu vegna ungs aldurs.
Fáum árum síðar eignaðist hann
vörubíl, Chevrolet árgerð 1931, og
vann á honum við ýmsa flutningavinnu
næstu árin, þ.á m. við brúarsmíði yfir
Dánir
Þverá og Markarfljót. Árið 1934 hóf
hann akstur hjá Kaupfélagi Árnesinga á
Selfossi, og starfaði við það óslitið til
sjötugs. Fyrstu 8 árin flutti hann mjólk
úr Þykkvabæ og víðar, en frá 1942 var
hann eingöngu í flutningum milli
Selfoss og Reykjavíkur. Kristinn var
gætinn og athugull bílstjóri, og farn-
aðist jafnan vel í ferðum sínum. Má
lesa um feril hans í I. bindi bókar Jóns
Gísla Högnasonar, Ysjur og austræna,
sem hefur að geyma sagnaþætti
mjólkurbílstjóra á Suðurlandi. Af þeirri
frásögn má glöggt sjá hve starf mjólk-
urbílstjórans gat reynst erfitt oft á
tíðum við misjöfn veður og frumstæð
skilyrði á ýmsa lund, þótt heldur brygði
því til hins betra þegar leið á öldina.
Kristinn samdi sig fljótt og vel að starfi
sínu og hlutverki. Hann var reglufastur,
samviskusamur og húsbóndahollur
maður, og hlífði sér ekki þegar á reyndi
og með þurfti. Starf hans og líf voru
ofin óaðskiljanlegum þáttum, og hann
gerði hvorki kröfur um annað né meira.
Sporin sem Kristinn markaði á veg-
ferð sinni voru e.t.v. ekki ýkja djúp, og
það fennir fljótt í þau á þeirri hröðu öld
sem vér lifum. En hann tók þátt í
merkilegu skeiði í sögu þjóðar vorrar,
sem fáu verður til jafnað. Hann var
barn byltingar véltækni og samgangna
sem síðan hefur skilað oss áfram inn í
nýjar víddir lífskjara og viðhorfa.
Hvaða dóma vér kunnum að vilja
kveða upp um þau efni skiptir litlu
máli. Hitt er meira virði nú, að vita að
Kristinn lifði þessa sögu, þetta sögu-
skeið, út í gegn. Hann var þessi saga.
-257-