Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 264
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Landeyjum og Sigríður Sigurðardóttir
frá Kúfhóli í sömu sveit. Tvíburasystir
Ragnhildar var Sigríður Lilja, og eina
hálfsystur átti hún sammæðra, Olínu
Guðnadóttur. Örlögum Ragnhildar brá
til óvæntrar áttar strax á fyrsta ári,
þegar faðir hennar drukknaði við Eyjar
snemma árs 1912. Fátæktin knúði
Sigríði þá til að skilja við sig annan
tvíburann, og var Ragnhildi komið í
fóstur til hjónanna í Götu í Hvolhreppi,
þeirra Astríðar Guðmundsdóttur,
föðursystur sinnar, og bónda hennar
Ólafs Jónssonar. Þar ólst hún upp sem
einkabarn þeirra við ástríki og festu í
öllum hlutum. Skilnaður hennar við
móður sína og systur varð aftur á móti
endanlegur, því Ólína systir hennar lést
árið 1922, og skömmu síðar fluttist
Sigríður inóðir hennar með Sigríði
Lilju til Kanada. Þær mæðgur héldu þó
bréfasambandi yfir hafið meðan
Sigríður lifði.
Eðlisgreind Ragnhildar og dugnaður
komu fljótt í ljós. Hún sýndi snemma
af sér góðar gáfur til náms og hvers
kyns mennta til munns og handa. Að
lokinni venjubundinni barnaskóla-
Dánir
göngu fór hún 17 ára gömul í Kvenna-
skólann í Reykjavík og lauk þar námi á
tilskildum tíma. Einnig sótti hún
námskeið í kjólasaumi syðra, og vann
síðar talsvert að saumaskap fyrstu
búskaparár sín. Arið 1941 brautskráðist
hún frá Ljósmæðraskóla íslands í
Reykjavík að afloknu eins árs námi
þar, og var þá um haustið ráðin ljós-
móðir í Hvolhreppi. Þar starfaði hún
óslitið til sjötugs, eða í rétt 40 ár.
Helming þess tíma gegndi hún einnig
Ijósmóðurstörfum í Austur-Landeyjum,
svo og um skeið inni í Fljótshlíð.
Ragnhildur var heppin og farsæl ljós-
móðir, og naut almennrar virðingar og
þakklætis meðal þeirra kvenna sem
nutu þjónustu hennar.
Ragnhildur giftist hinn 27. maí 1944
ungum búfræðingi úr Austur-Land-
eyjum; Jóni, syni hjónanna Guðna
Magnússonar og konu hans Rósu
Andrésdóttur í Hólmum. Tóku ungu
hjónin við búskap í Götu þá um vorið.
Byggðu þau jörðina upp af stórhug og
myndarskap, reistu ný litihús og bæ, og
brutu land til ræktunar. Juku þau lönd-
um tveggja aðliggjandi jarða við Götu;
Ormsvallar og Eystri-Garðsauka, og
renndu þar með styrkari stoðum undir
vaxandi bú. Undu þau glöð við sitt í
önnum bústarfanna, gengu samhent og
samstíga til verka og búnaðist vel.
Ragnhildur var mikil myndarhúsfreyja,
greiðvikin svo til var tekið og gestrisin
mjög. Meðfram miklum starfsönnum
heima og heiman tók hún virkan þátt í
starfi Kvenfélagsins Einingar um ára-
tuga skeið, og lagði einnig félagsskap
-262-