Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 251
ANNÁLAR
Goðasteinn 1996
Árið 1908 fluttist fjölskyldan að
Neðra-Dal og tók þar við búskap á
austurjörðinni sem þá hafði verið
nytjuð í tvö ár af nágrannabónda.
Getum við í dag ímyndað okkur
aðstæður þessa tíma, lífsbaráttu sem
var háð í orðsins fyllstu merkingu við
náttúruna, jörðina og hafið. Lífsbjörg-
ina þurfti að sækja með vinnu, alúð,
nýtni og ræktarsemi. En þrátt fyrir
þetta var gleðin til staðar, svo rík og
gefandi hjá sameinaðri fjölskyldu, til-
hlökkun yfir litlu og hæfileiki til að slá
á létta strengi.
Við þessar aðstæður ólst Ingólfur
upp á heimili sínu, sem var rómað fyrir
glaðværð, listhneigð föður og hjarta-
gæsku móður.
Ingólfur fór 23 ára til Vestmanna-
eyja til að vinna heimilinu fanga. Hann
fór fljótt á sjóinn og var á aflaskip-
unum Halkion og Ver, svo og á
línuveiðum og togurum.
Þann 9. desember 1939 giftist Ing-
ólfur í Reykjavík eftirlifandi konu
sinni, Þorbjörgu Eggertsdóttur frá
Dældarkoti í Helgafellssveit, sem þá
bjó þar. Þau fluttu á fardögum næsta ár
Dánir
að Neðra-Dal og hófu þar búskap í fé-
lagsbúi með foreldrum Ingólfs fyrstu
tvö búskaparárin, en síðan tóku þau
við. Börnin þeirra fæddust hvert af
öðru, Eggert Ingvar, Guðbjörg Lilja,
Svala sem dó 1992, síðan andvana
fædd dóttir og Tryggvi. Nokkrum árum
síðar kom 2 mánaða systurdóttir
Ingólfs í heimili þeirra, Ásta Gréta
Björnsdóttir, og varð sem dóttir þeirra.
Búið var ekki stórt, en þeim bún-
aðist vel, ræktuðu jörðina, byggðu upp
húsin og áttu lífshamingju í ást og
virðingu hvort til annars. Ingólfur vann
heimilinu með því að sækja áfram
vertíðir og síðar vann hann í mörg ár í
vegavinnu hjá Eysteini á Brú. Börnin
þeirra lærðu ung til verka og lærðu af
foreldrum sínum iðjusemi og sam-
viskusemi. Ingólfur var meira en starf-
samur. Hann var duglegur og vand-
virkur, og ef verki var ólokið að kveldi
vaknaði hann með morgunbirtu og lauk
verkinu, hvort sem, það var slátturinn á
teignum eða við að galta heyið eða eitt-
hvað annað.
Ingólfur var af gamla skólanum sem
vildi að orð stæðu milli manna, og ef
viðskipti væru gerð, þá var handtak
staðfesting viðskiptanna. Og eitt var
víst, Ingólfur stóð við sín orð og sín
viðskipti. Hann var hnyttinn í tilsvör-
um og oft gamansamur, þótt það sæist
ekki á andliti hans, en jafnframt sagði
hann sína meiningu og gat verið ör, en
það var þá líka fljótt liðið hjá.
Ingólfur var góður hestamaður og
naut samveru við gæðingana sína, Þyt,
Glæsi og fram undir það síðasta var
-249-