Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 108
Goðasteinn 1996
báru hálshringi úr gulli (Hagberg
1961:131-32). Frá Skedemosse á Ölan-
di í Eystrasaltinu er gripur frá 400 A.D.
sem skreyttur er hjartarmynd með þre-
földum hálshring. Um þann grip, og
aðra skylda, hefur Ulf Erik Hagberg
sagt:
Hjorten som kedjeprytt, mytiskt
villebrád, som stamtotem eller
vágvisande gudadjur ár olika uppen-
barelser av den gemensamma upp-
fattningen om ett djur som nágot
förmer án det vanliga jaktviltet, som
nágot mánskligt eller kanske snarare
övermánskligt gudomligt. Hals-
kedjan ger den ett synligt tecken pá
dess sárstállning. (Hagberg 1961:
133).
Hálshringaprýddur hjörturinn,
goðsagnakend villibráð, verndarvættur
ættar eða vegvísandi guðdómlegt dýr,
er opinberun á hinni sameiginlegu
skoðun á dýri senr er eitthvað merkile-
gra en hin venjulega bráð. Dýri sem er
jafnvel mennskt eða guðdómlega ofur-
mannlegt. Hálshringurinn er til vitnis
um þessa sérstöðu hjartarins. (Isl. þýð.
höf.).
Er myndefni Rángárhólksins keltísk
táknfræði, fornnorræn eða kristin?
Svarið er sennilega að hér er um æva-
forna táknfræði að ræða, sem norrænir
menn tóku upp frá Keltum og báru með
sér alla leið inn í kristni. Frá Islandi má
benda á gripi úr tré, t. d. veggskáp frá
1653 (þjms. 4335) og glitsaumaða
rekkjurefla frá 18. öld (þjms. 160 og
161). í síðasttalda dæminu eru það
fuglar sem standa sitthvoru megin við
stílfærð tré.
Þá er hægt að spyrja hvort beinhólk-
urinn sé úr heiðnum eða kristnum sið?
Eg hef hingað til í þessari grein gengið
út frá því að beinhólkurinn hafi verið í
kumli, enda benda aðrir gripir og lýs-
ingar til þess. En nú ber að benda á að
staðurinn hefur ekki verið rannsakaður
á vísindalegan hátt og ekki hægt að
sverja fyrir það hvort ekki geti verið
um frumkristinn grafreit að ræða. Við
vitum nánast ekkert um hvernig fyrstu
grafir fólks á frumkristnum tíma litu út
hér á landi. Var um eitthvert aðlögunar-
tímabil að ræða þar sem grafirnar líkt-
ust bæði kumlum og hefðbundnum
kristnum gröfum? Tóku menn með sér
einhverja gripi til öryggis svo að segja í
upphafi kristninnar? Alla vega getum
við gengið út frá því vísu að kristnar
hugmyndir hafi náð eyrum norrænna
manna miklu fyrr en trúin sjálf og
sannfæringin sem henni fylgdi. Því rná
segja að í lok heiðninnar og í byrjun
kristninnar hafi ákveðið aðlögunar-
tímabil eða upplausnarástand trúlega
ríkt í hugmyndaheimi manna þegar til
greftrunarsiða kom.
Þrátt fyrir þessar vangaveltur tel ég
þó líklegast að um heiðinn grip sé fyrst
og fremst að ræða, enda benda hinir
gripirnir ótvírætt í þá átt. Stíll skraut-
verksins gefur hinsvegar til kynna að
hér sé á ferðinni 11. aldar gripur. Ör-
nefnið Haugsvík, sem nú er glatað, en
kemur fyrir í fornleifaskýrslu séra Hall-
dórs Magnússonar prests í Keldna-
-106-