Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 115
Goðasteinn 1996
mun hafa verið 1932, en ég var þá tví-
tugur. Þar var ég svo þrjá vetur.
Þetta var nú ansi erfitt, reyndar gekk
mér námið vel en fjárhagurinn var erf-
iður. Reyndar naut ég þess að vera bú-
inn að vinna fimm vetur hjá Snorra, en
okkar samningar voru þannig að ég
skyldi fá fæði og húsnæði frítt, en svo
réði hann kaupinu þar umfram og þetta
hélst þessi fimm ár sem ég var á
Breiðabólsstað. Þá var um það samið
að hann hefði kaupið á sínum reikning
á vöxtum, nema þar sem ég þyrfti
svona í skotsilfur.
Þegar ég fór borgaði Snorri mér
þetta skilvíslega og það voru 1.000
krónur, en það mundi láta nærri að vera
sem nemur einni milljón í dag. En þetta
fór allt í að koma búskapnum af stað
aftur svo ég átti nær ekkert til þegar ég
fór í kennaranámið. Það stóð afar tæpt
að ég gæti lokið námi vegna peninga-
leysis og studdu þær mig þó eftir getu,
systur mínar, Elín og Gerða, með
ráðum og dáð. Það sem úrslitum réði
var þó það, að Katrín Jónsdóttir frá
Hraunkoti, þá orðin kennari, lánaði mér
500 kr. vaxtalaust og án neinna pap-
píra. Sem betur fór gat ég þó endurgre-
itt þær áður en mörg ár liðu.
En þótt ég færi í kennaranám var
kennslan aldrei mitt óskastarf og ég
ætlaði mér í búskapinn aftur þegar
Finnur og Júlla hættu, en þau bjuggu
aðeins skamman tíma í Hátúnum. En
þá gerist það vorið sem ég lýk kennara-
náminu, að ég veiktist, var fyrst talin
brjósthimnubólga en síðar kom í ljós
að það voru berklar. Þegar leið fram á
Þórarinn ásamt foreldrum sínum
sumariö, þótti mínu fólki svo illa horfa
um bata, að leitað var til huldu- eða
andalæknis, er svo var kallað, en um
það vissi ég ekki sjálfur fyrr en nrörg-
um árum síðar. Ekki veit ég um áhrif
þess, en þó dreymdi mig undarlegan
draum og upp frá því brá til varanlegs
bata. En ég var óvinnufær allt sumarið,
þó svo að ég væri búinn að ná nokkurri
heilsu um haustið sá ég að ég myndi
alls ekki fær til erfiðisvinnu.
Eg ákvað því að reyna fyrir mér í
kennslu. I þá daga lágu skólastjórastöð-
ur ekki á lausu en nóg af farkennara-
stöðum til og frá um landið. Svo ég
ákvað að hafa það eins og landsnáms-
mennirnir, að láta guðina ráða hvar mig
bæri niður og útbjó einskonar hlutkesti
og dró svo úr þeim farkennarastöðum
sem í boði voru og ég dró Haukadal í
Dalasýslu.
Eg fór því til Reykjavíkur og á fund
-113-