Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 242
ANNALAR
Goðasteinn 1996
vænt þótti honum um hana, og síðar
mann hennar og börn þeirra. A sama
hátt urðu sumarbörnin í austurbænum í
Stóru-Mörk börnin hans, sem hann tók
á móti og fylgdist síðan með fram á sitt
síðasta. Við þau ræddi hann af skiln-
ingi, hlúði að, hlustaði á og kenndi
sveitastörfin öll og meira en það,
kenndi vísur, málshætti og ýmsan fróð-
leik, sem þau búa að enn. Ein af þess-
um hringhendum sem hann hafði á
hraðbergi lýsa viðhorfi hans til lífsins
og áranna:
Arin lifa, öldin rennur,
ellin rifar seglin hljóð.
Fennir yfir orðasennur,
eftir lifir minning góð.
Þannig skildi Eymundur Iífslög-
málið.
Eymundur var heyskaparmaður hins
gamla tíma, þegar orfið lék við hann og
ljárinn beit best í morgundögginni,
þegar hann byrjaði fyrr en aðrir sláttinn
með dagsbirtu. Hann kunni ekki síður
tökin á hrífunni eða að binda heyin,
setja á hesta og fara á milli, og alltaf
spáði hann sjálfur í veðrið, þótt hann
fylgdist með veðurspá útvarpsins. Hún
var oft skrifuð niður og síðan nákvæm-
Iega hvernig veðrið var hvern einasta
dag í dagbókina, ásamt því helsta sem
varð á heimilinu þann dag. Og þegar
nýi tíminn tók við með vélvæðingu
sinni, kom það í hlut bróður hans,
Olafs, að stjórna vélunum. En oft þótti
Eymundi erfitt þegar heyskap var lokið
Dánir
og góður þurrkur var, að slá ekki fyrir
þurrkinn útengjar eða afgangs teiga,
sem höfðu ekki verið slegnir.
Árið 1985 brugðu þau þrjú búi og
fluttust að Kirkjuhvoli í Hvolsvelli í
litla íbúð þar, á heimili aldraðra. Þarna
undu þau sér vel og nutu hvers dags.
Rúmlega ári síðar andaðist Olafur, og
kom það þá í hlut Eymundar að að-
stoða Guðrúnu sem átti orðið erfitt með
fótavist. Hún andaðist í október 1994.
Eymundur var ánægður með sitt
hlutskipti á Kirkjuhvoli, eins og hann
hafði verið alla ævi við bústörfin. Þar
lést hann síðan 30. mars 1995, en var
jarðsettur frá Stóra-Dalskirkju 8. apríl
1995.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Guðmundur Kristinn Þorleifsson,
Þverlæk, Holtum
Guðmundur var fæddur 31. maí
1903 að Þverlæk í Holtum. Forcldrar
hans voru hjónin Friðgerður
Friðfinnsdóttir frá Kvíarholti í Holtum
-240-