Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 182
ANNALAR
Goðasteinn 1996
Sveitarfélög
Framkvæmdir
Arið 1995 var tekið í notkun nýtt ein-
býlishús fyrir skólastjóra í nágrenni
Njálsbúðar. Var því gefið nafnið
Njálsgerði. Flutt var í annað nýtt íbúðarhús
á árinu. Myndarleg sumarhús hafa verið
byggð á árinu.
Lokið er uppbyggingu vegar að
Njálsbúð og er þess að vænta að slitlag
verði lagt 1996.
Ferðamenn
Ferðamannastraumur hefur aukist
verulega á Njáluslóðum, bæði innlendir og
erlendir ferðamenn.
I félagsheimilinu Njálsbúð er mjög góð
aðstaða fyrir ættarmót og fleira og hafa
nokkrir hópar nýtt sér það.
Eggert Haukdal
Fljótshlíðarhreppur
íbúar í Fljótshlíðarhreppi 1. des. 1995
voru 212, þar af 87 konur og 125 karlar.
Flafði íbúum fækkað um einn frá 1994.
Heimili voru 51. Aldurskipting var
þannig: 0-14 ára voru 55, 15-18 ára voru
17, 19-66 ára 116 og 67 ára og eldri 24.
Framkvæmdir - rekstur
Rekstur sveitarfélagsins var svipaður
og á síðast liðnu ári. Aframhaldandi þátt-
taka var í uppbyggingu og rekstri ýmissa
stofnana í samvinnu við önnur sveitar-
félög. Skólahald var með sama sniði og
verið hefur. I Fljótshlíðarskóla voru 28
börn í 1.-7. bekk og nám í Hvolsskóla
stunduðu 13 börn í 8.-10. bekk.
Talsverðar endurbætur voru gerðar á
skólahúsnæði, einnig var haldið áfram við
göngustígagerð og grisjun í Tunguskógi.
Dímonarvegur var uppbyggður á árinu,
sveitarfélagið lánaði fjármagn til 2ja ára
fyrir þeirri framkvæmd. 28 tonnum af
áburði var dreift á afréttinn. Reynt var
árangurslaust að fá fjármagn til varnar
ágangi Markarfljóts; m.a. voru þingmenn
Suðurlands fengnir tii að koma og skoða
aðstæður.
Framkvæmdir einstaklinga voru
óverulegar, einungis um að ræða við-
byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis,
einnig voru nokkur sumarhús byggð.
Landbúnaður - atvinnumál
Vegna samdráttar í landbúnaði eru
sífellt fleiri sem sækja vinnu út í frá, þá
sérstaklega í Hvolsvöll.
Enn sem fyrr er það skógræktin á
Tumastöðum sem er stærsti vinnu-
veitandinn í sveitarfélaginu.
Búfjáreign samkvæmt skýrslum:
Kýr 452, kvígur 115, geldneyti 188,
kálfar 206, alls 961 nautgripir.
Ær 3.804, hrútar 135, gemlingar 696,
sauðfé alls 4.695.
Hross alls 647.
Þórsmörk
Kveðinn var upp dómur í Hæstarétti um
kröfu Vestur-Eyjafjallahrepps um að
Þórsmörkin sé innan staðarmarka V.-
Eyjafjallahrepps. I dómsorði er kröfum V.-
Eyjafjallahrepps hafnað. Enn fremur segir
í dómnum: „Eins og mál þetta liggur fyrir
verður að líta svo á, að það sé utan staðar-
-180-