Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 100
Goðasteinn 1996
verið í því skapi, að hann hefði farið
að smala saman slíkum smámunum,
er hann reiddi bróður sinn heim
dauðan. (Sigurður Guðmundsson
1868:134-35).
í grein sinni Bardagi við Rangá telur
Kristján Eldjárn að beinhólkurinn sé úr
kumli einhvers sem heygður var á
staðnum eftir bardaga, eins og fram
hefur komið hér að framan. Kristján
telur hirtina á hólkinum vera „einangr-
að fyrirbrigði með sterkum per-
sónulegum blæ“ (1948:80). Hann telur
hugsanlegt að myndefnið standi í ein-
hverju sambandi við goðsögnina um
hjört sem bítur af askinum Yggdrasil.
Líklegustu skýringuna telur hann þó
vera þá að hirtirnir séu tengdir Hirti
Hámundarsyni, bróður Gunnars á
Hlíðarenda, og verið fangamark hans,
enda á hann að hafa fallið við Rangá
samkvænrt Njálu og Landnámu. I
Kumli og haugfé er Kristján aftur á
móti á annari skoðun og telur að mynd
Rangárhólksins sýni ask Yggdrasils og
telur ósennilegt að hann tengist Hirti
Hámundarsyni á nokkurn hátt.
(1956:420-21).
Lýsing Kristjáns Eldjárns á bein-
hólkinum er svohljóðandi:
Það er beinhólkur, 2,5 sm breiður
bútur úr stórgripslegg, 3-3,5 sm
víður og nrinnir helzt á servíettu-
hring. Hólkurinn er allur með
gröfnu skrautverki, og er uppistaða
þess hirtir tveir, sem standa hvor
sínum megin við tré og bíta lim
þess. Hjartarmyndirnar eru báðar
með afbrigðum haglega grafnar,
fullkomnar náttúrustælingar, ristar
með léttri og leikandi hendi. Tréð er
aftur á móti alls kostar ónáttúrulegt.
Hinum megin á hólknum er
óhlutrænt skrautverk, sem helzt
virðist minna á Hringaríkisstíl (þann
sama og er á skálafjölunum frá
Möðrufelli), en það þýðir, að
hólkurinn getur ekki verið eldri en
frá seinustu áratugum 10. aldar.
Hann virðist hafa verið breiðari í
öndverðu, en síðan mjókkaður með
því að skera neðan of honum, en við
það hefur skrautverkið verið skert,
en eðli þess samt ljóst.
Fornmönnum var frámunalega
ósýnt um allar eftirlíkingar úr nátt-
úrunnar ríki.“ (1948:79-80).
Seinna lýsir Kristján beinhólkinum
á eftirfarandi hátt:
Með rúnasteinasvip er loks bein-
hólkurinn frá Rangá, sem nokkuð
hefur verið lýst áður. (Kt 8, einnig
bls. 364). A honum eru ristar mynd-
ir eða krotaðar með hnífsoddi, og
virðist hólkurinn hafa verið breiðari
í öndverðu og líklega skorið bæði
ofan og neðan af honum (193.
mynd). A honum er fyrst og fremst
mjög stílfærð tré með samkræktum
greinum, en hirtir tveir náttúrulega
dregnir sinn hvorum megin við tréð
og bíta lim þess. Öndvert trénu eru á
hólkunum þrjú dýr með bandlaga
-98-