Goðasteinn - 01.09.1996, Blaðsíða 76
Goðasteinn 1996
Karítas meir og meir, það styttist í að
hún ætti að fara að eiga.
Svo loks rann stóra stundin upp,
Sirrý var henni stoð og stytta en samt
var sársaukinn nærri óbærilegur. En
það hafðist, heiminn leit fagurt en
krumpið stúlkubarn, hún öskraði
hressilega svo þau vissu öll að lungun
voru í góðu lagi.
Þreytt og uppgefin sofnaði Karítas
vært með stúlkuna sína í fanginu, sem
lá þar og lét sér vel líka að teyga
mjólkina úr brjósti móður sinnar.
Karítas komst fljótt aftur á fætur, og
tók til við að sinna sínum vanalegu
störfum, en nú var lipurðin komin aftur
og sönglið hennar sem hafði verið sárt
saknað af heimilisfólkinu, hljómaði
enn á ný milli veggja heimilisins.
En einn var sá er ekki tók þátt í
gleði annara heimilismanna, húsbónd-
inn var sem fyrr þungur á brún, og ekki
vissu augnatillitin á gott sem hann
sendi barninu, sem hafði verið nefnt
Aníta Anna, eftir móður og fyrrverandi
húsmóður Karítasar.
Karítas fór að verða hrædd um
stúlkuna sína og skildi hana aldrei við
sig. En eina nóttina er allir voru í fasta-
svefni, tóku stórar hendur stúlkubarnið
upp úr vöggunni sinni og fjarlægðust
rúmið, herbergið, húsið.
Karítas hrökk upp, hún vissi að eitt-
hvað var að, hún flýtti sér fram úr rúm-
inu og hálfhljóp til vöggunar. Hún var
horfin!!
Aníta var horfin, lífsgeislinn hennar
var ekki í rúminu sínu.
Karítas fann hvernig stór krumla
greip um hjarta hennar, hún gaf frá sér
kjökur og hljóp til dyra og út, út í nótt-
ina.
Hún hljóp í blindni og nálgaðist
mýrina, allt í einu heyrði hún hljóð,
hljóð sem hún kannaðist við. Hún byr-
jaði að kalla sefandi:
„Eg er að koma . . . ég er að koma .
Allt í einu var gripið í hana, henni
var haldið fastri með járngreipum, hún
komst ekki áfram, hún komst ekki til
barnsins síns! Hún grét, hún bað en allt
kom fyrir ekki, henni var ekki sleppt,
hún var föst og á meðan varð hún að
hlusta á grát barnsins síns verða veikari
og veikari. . .
Loks heyrði hún ekki meir.
Örmagna hné hún niður og grét með
hljóðlausum ekka. Öllu var lokið, hún
hafði ekkert til að lifa fyrir, hún var
tóm, alein.
Hún lá þar til birti, blindum augum
horfði hún á sólarupprásina. Hún var
grá, allt var grátt og svart, litirnir höfðu
horfið með barninu. Hana verkjaði í
hjartað og í mjólkurfullum brjóstum
sínum, sem, undir eðlilegum kringum-
stæðum, væri verið að sjúga núna.
Hægt reis hún á fætur, og byrjaði
langa göngu sína aftur til þess staðar
sem hún eitt sinn hafði kallað heim.
Hún vissi hvar barnið hennar var, í
mýrinni, í þessari köldu dauðagildru lá
barnið hennar sem eitt sinn, fyrir mörg-
um dögum, árum, öldum síðan hafði
legið upp við brjóst hennar og hjalað
glaðlega.
-74-